Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 182
180
Guðrún Kvaran
vegar ‘allt er í voða’ og merkir hana Skaftafells- og Ámessýslum.
Hins vegar ‘alt er komið í niðurlægingu’ og merkir hana Austíjörðum.
Heimildarmaður um þá notkun er Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræð-
ingur (1913-1915,111:299). Þorvaldur var á ferð um Múlasýslur 1882
og 1894 og birti síðar neðanmáls í ferðabók sinni ýmis orð og orða-
sambönd sem hann hafði heyrt á Austurlandi (Guðrún Kvaran
2000:211-212). í vasabók Bjöms M. Ólsens nr. II (58) er sambandið
„hann er kominn í pal ‘þrot’“ merkt Austur-Skaftafellssýslu og í vasa-
bók nr. XXIV (13) er „alt er í pali = í veði“ merkt Skaftafellssýslum.
Hugsanlegt er að heimildin úr Ámessýslu sé frá Þórbergi komin. I Rm
em engin dæmi sem bæta við það sem þegar er komið fram. í Tm em
aðeins fjórir seðlar sem allir sýna sambandið allt í pali. Tveir þeirra
em merktir Skaftafellssýslum, einn Ámessýslu og einn Norður-Múla-
sýslu.
ÁBIM (1983:698-699) bendir á aðpal komi fýrir í öðmm Norður-
landamálum í svipuðum samböndum en samsetningar eins og rauna-
pal, skemmdarpal og brandapal bendi til að pal í íslensku sé fremur
sagnleitt og skylt nýnorsku sögninni pala ‘rölta, tölta af stað’. Ekki er
það ósennilegt.
pardúka ,,(-aði, -að), áls., pardúka fyrir e-n, hafa mikið við e-n í við-
gemingi og ef til vill sérstaklega í mat. Vestm. (Kr. Guðm.).“
ÍO (1983:727) merkir flettunapardúka ‘dedúa eða dunda við e-ð’
sem staðbundið mál. Þaðan er vísað í perdúka. í útgáfunni ffá 2002
(1121) er staðbundna merkingin horfin. B1 hefur ekki myndina
pardúka en aftur á móti perdúka, annars vegar í merkingunni ‘ (dextra
e-n) trygle en, kæle for en’ og hins vegar í merkingunni ‘(haýá mikið
við) göre megen Stas af en’. Þá síðari merkir hann Austfjörðum. í
vasabók Bjöms M. Ólsens nr. III (117) er skráð orðasambandið per-
dúka við e-n og merkt Vestur-Skaftafellssýslu. í Rm er ekkert dæmi
um pardúka og eina dæmið um perdúka er úr áðumefndri Ferðabók
Þorvalds Thoroddsens (1913-1915,111:299). Merkingin er sögð ‘hafa
mikið við’. í Tm em tvær heimildir um pardúka og báðar merktar
Borgarfirði (vestri). ÁBIM (1989:701) vísar úr pardúka í perdúka
(1989:707) og telur uppmnann óljósan. Helst hallast hann að því að