Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 183
Söfnun Þórbergs Þórðarsonar úr mœltu máli
181
tengja orðin við latnesku sögnina perdúcere ‘leiða fram, leiða að settu
marki’ þótt merkingin sé nokkuð önnur og að notkunin hafí komið
upp í máli skólapilta. Skýring Ásgeirs er nokkuð sennileg. í Nucleus
Latinitatis, latnesk-íslenskri orðabók eftir Jón Ámason biskup sem
fyrst kom út 1738, er merkingin viðperduco „eg frammleide, leide til,
2. eg eggia, locka, kem einum til, 3. eg leide afvega, 4. yferriodra,
smyr“ (1994:60) og er ekki langt í þá merkingu sem t.d. kemur fram
hjá Þórbergi.
votroki ,,(-a, flt. ekki til?), kk., slagningur, saggi, raki, Suðursv.
(Steinþ.)“ „votroki Kelduhv. (Ben. Sv.).“
ÍO (1983:1173) hefiir flettuna votroki í merkingunni ‘suddi, saggi;
slagi, raki (í húsum).’ Hún er þar ekki merkt staðbundin. B1 (1920-
1924:959) þekkir merkinguna ‘Fugtighed (i Boliger)’ og merkir hana
Austfjörðum, Þingeyjarsýslum og Siglufirði. í vasabók Bjöms M. Ól-
sens nr. I (15) er orðið votroki merkt Langanesi og Axarfírði en í bók
nr. V (án bls.) er merkingin sögð ‘raki (í húsum), raki og slagi’ og
merkt Múlasýslum. Orðið er einnig skráð í vasabók nr. X (24) og
nierkingin sögð ‘= raki’. í þessari bók er orðið merkt bæði Múlasýsl-
um og Þingeyjarsýslum. Ekki er að sjá að B1 hafí þekkt orðið úr mál-
umhverfi Þórbergs.
Aðeins tvö dæmi em í Rm og er hið eldra úr orðasafni Hallgríms
Schevings. Þar stendur: „Vot-roki = raki. A.M.“ Skammstöfunin A.M.
hjá Scheving merkir „austanmál“, þ.e. málfar á Austurlandi. Hitt
dæmið er úr tímaritinu Bjarka (1899:5): „Votroki. Það er syðra kallað
raki eða saggi í húsum.“ Bjarki var þá gefínn út á Seyðisfirði. í Tm em
átta heimildir, allar af austan- og suðaustanverðu landinu. Dæmi Þór-
bergs er því hið eina frá Norðurlandi.
ÁBIM (1983:1153) tengir votroka lýsingarorðinu votur og nafn-
orðinu roki sem leitt sé af sögninni rjúka.
þelbussulegur „1. þykkur í lofti og úrkomulegur: hann er þelbussuleg-
Ur- Erlendur á Rauðabergi á Mýmm notaði orðið (Guðr. Sigd.)“ „þel-
bussulegur grannur maður og lítill fyrir mann að sjá. (Ketill Jónsson
Sléttaleiti í Suðursv og Þórður Steinsson Hala í Suðursv.)“ „þelbussu-