Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 187
Ritdómar
Stafsetningarorðabókin. Ritstjóri Dóra Hafsteinsdóttir. Rit íslenskrar málne&d-
ar 15. JPV útgáfa, Reykjavík 2006. 736 bls.
stafsetning það að stafsetja • réttritun > stafsetningarorðabók orðabók til að sýna
réttan rithátt orða — íslensk orðabók (2002)
1. Inngangur1
Utkoma nýrrar stafsetningarorðabókar hlýtur að teljast nokkur viðburður. Sú varð
raunin nú enda hafði verið unnið að þeirri bók, sem hér er til umfjöllunar, í nokkur ár
og bókarinnar beðið með nokkurri óþreyju. Það skiptir miklu máli að slík bók sé vel
úr garði gerð. Og það er best að segja það strax að margt er vel gert í bókinni, m.a.s.
mjög vel. Bókin er stór, orðaforði mjög ríkulegur enda líklegt að fá eða engin svið
hafi orðið út undan. Mikill fjöldi eiginnafna er í bókinni og þau beygð; er það til íyr-
irmyndar. Flettumar eru yfir 65 þúsund auk um átta þúsund samsettra orða undir við-
komandi grunnorði.2 Flettumar em vel aðgreindar á síðu, enda feitletraðar, en standa
nokkuð þétt. Á hinn bóginn em álitamálin mjög mörg og ýmsar spumingar hafa vakn-
að um bókina, gerð hennar og það viðhorf sem ég tel einkenna hana. Ég ætla að rekja
nokkur þeirra atriða hér á eftir. Áður en lengra er haldið skal tekið fram að ég skoða
bókina eins og hún er. Ég ræði hins vegar síðar um skoðun mína á eðli hennar og þær
forsendur sem hún byggist á.
2. Val á flettum
Eins og ég sagði em álitamálin mörg. Það fyrsta varðar flettumar. Við val þeirra er
farin hefðbundin leið: nafnorð í nefnifalli og eintölu (sé þess kostur), sagnir í nafn-
hætti og lýsingarorð svo til alltaf í karlkyni eintölu og fmmstigi; kynbeygð fomöfn og
töluorð em sömuleiðis í karlkyni eintölu. Öllum flettum fylgja svo frekari upplýsing-
1 Stofn greinarinnar er fyrirlestur sem ég flutti á 21. Rask-ráðstefhu íslenska mál-
fræðifélagsins 27. janúar 2007. Ég þakka Áslaugu J. Marinósdóttur, Haraldi Bem-
harðssyni, Jóni Hilmari Jónssyni og Margréti Guðmundsdóttur aðstoð af ýmsum toga.
2 Til samanburðar má geta þess að flettumar í íslenskri orðabók (2002:viii) em
samtals með undirflettum yfir níutíu þúsund. íslensk orðabók (2002) = /O; hér eftir
skammstafað svo.
íslenskt mál 28 (2006), 185-203. © 2007 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.