Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Side 189
Ritdómar
187
orða.5 Þar sem rætt er um samsettu orðin undir flettunum (bls. 14) kemur fram að
samsettu orðin eru ekki endurtekin sem flettur. Það er örugglega rétt enda þótt ég hafi
af tilviljun rekist á eitt slíkt, birkilaut.
En það eru fleiri kröfur sem gera má til flettna og samsettu orðanna sem þar koma
undir. Undir ömefninu Fljótsdalur em t.d. Fljótsdalshérað og Fljótsdalshreppur. Sé
hér átt við Fljótsdal eystra verður að geta þess að landfræðilega er Fljótsdalur hluti af
Fljótsdalshéraði. Af þeim sökum og vegna þess að Fljótsdalshérað er sérstakt af-
markað landsvæði hefði það átt að vera sérstök fletta. Af ýmsu fleiru er að taka.
Ömefttin kalla á fleira. Það er nokkuð sérstakt að greini skuli vera bætt við slík
orð: Fljótsdalur-inn, Austurríki-ð, Frakkland-ið, Fœreyjar-nar. Það er að vísu rétt að
sum ömefni em með greini en það er þá bundið í nafninu, sbr. Tjörnina í Reykjavík,
Fjallið eina og Heiðina há. Og það er líka rétt að stundum er greini bætt við örneftii.
Slik notkun er þá skilyrt af aðstæðum og fellur undir sérstaka málnotkun: Margir hafa
gengið á Esjuna. í sumum tilvikum getur greinirinn verið eðlilegur, ekki síst ef við
emm í nágrenni við fjallið og getum bent á það. Enn fleiri hafa þó sungið um ísland-
ið góða í alþekktum jólatréssöng. En það breytir því ekki að greinisnotkunin er í heild
sjaldgæf og bundin tilteknu málsniði. Þess ber að geta að stundum er greininum
sleppt, oft vegna þess að kynið er óljóst, sbr. Burma, Japan og Kanada, sem em
óbeygð, eða á hinn bóginn Noregur og Svíþjóð en þar gefur beygingin kynið til kynna.
Malavi er líka beygt, fær -s í eignarfalli, en kynið kemur ekki ffam. Og af því að
Burma kemur hér við sögu má geta þess að nýja nafnið á landinu er líka að finna í
bókinni. Það er Mjanmar, sbr. Myanmar, íbúinn er Mjanmari og því mjanmarskur. En
þetta er hreint ekki auðvelt enda engar millivísanir til hjálpar. Þess skal jafhffamt
getið að erlend ömefni em íslenskuð. Því em Lundúnir í bókinni (en ekki London), Fen-
eyjar, Jórvík, Málmey og Ósló. En af hveiju er Burma þá ekki skrifað með ú í stað «?
Og áffam með ömefni og sémöfn af ýmsum toga. Þar er ýmislegt athugunarvert.
Orðið hérað er samnafh. Ekkert gefur til kynna að orðið geti verið sémafn, stytting af
Fljótsdalshérað. Hins vegar em í bókinni flettumar Norður-Hérað og Ut-Hérað. Og
svo em það stjómmálaflokkamir. Þá er ekki að finna sem sérstakar flettur heldur em
aðeins flettur eins og framsóknarflokkur, samfylking og sjálfstæðisflokkur og undir
seinna orðinu stendur: hann er í sjálfstæðisflokki. En þar sem flokkamir koma ekki
við sögu fær sá sem t.d. er ekki viss um hvort á að vera bandstrik í orðinu Vinstri-
hreyfingin-grœnt framboð ekkert svar, ekki heldur sá sem leitar að Ung vinstri-grœn.
Og hvers vegna er orð eins og Alþingishús, sem er með stómm staf, ekki haft með
greini, Alþingishúsiðl
3. Millivísanir
1 notkunarleiðbeiningunum (bls. 16) er rætt um þær vísanir sem finna má í bókinni.
Þær em þrenns konar:
5 Ég fann þó asparlauf undir ösp, hins vegar hvorki birkilauf né eikarlauf.