Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 196
194
Ritdómar
þá ekki skrifa Greta, Gretar og Þórleifur, aðeins Gréta, Grétar og Þorleifurl Fjöl-
margir kjósa annan rithátt en þann algengasta eða heita beinlínis umræddum nöfn-
um. Hér er við hæfi að vitna til þess sem segir í grein 60 í ritreglum Stafsetningar-
orðabókarinnar (bls. 700):
(6) I mannanöfnum er nauðsynlegt að gæta að þeim rithætti sem nafhberar viðhafa
sjálfir.
7. Valkvæðar myndir, (ó)samræmi o.fl.
Skv. formála (bls. 8) er markmiðið að fækka valkvæðum myndum; léki vaft á skyldi
hefðin ráða væri þess kostur. Það að fækka valkvæðum myndum getur hins vegar
gengið þvert á gildandi stafsetningarreglur en í mörgum tilvikum er ákveðið valfrelsi.
Það má sjá í ritreglunum aftast bókinni sjálfri.17 í orðasafninu er þessu hins vegar ekki
fylgt, a.m.k. ekki til hlítar. Nokkur dæmi má sjá hér. í hægra dálki er vísað til þess
sem segir í ritreglunum aftast í bókinni.
(7) Orðasafnið
allt of
báðum megin
smám saman
öðru hverju
jafnmikill
Skv. ritreglunum
allt of alltof (§80)
báðum megin, báðumegin (§78)
smám saman, smásaman (§80)
öðru hverju, öðruhverju (§78)
jafnmikill (§69)
jafn mikill (§71)
jafn-mikill (§91)
Enda þótt stefna bókarinnar sé ljós er skylt að geta þess að í orðasafninu sjálfu er í öll-
um tilvikum vísað til greinanna aftast í bókinni þar sem ritháttarmöguleikamir em
kynntir. Hér má t.d. benda á að ritun „orða“ eins og jafn vefst oftlega fyrir fólki. í
orðasafhinu er jafnmikill í einu orði; vísað er tii greinar 71 í ritreglunum. Þar kemur
fram að heimilt sé að skrifa jafn mikill enda jafngildi jafn orðinu eins. Úr umræddri
grein er líka vísað til meginreglunnar í grein 69 um að orð af þessu tagi séu rituð í
einu lagi. 171. grein er enn fremur vísað til þess að nota megi bandstrik: jafn-mikill.
í prófgráðum em bandstrik, sbr. BA-próf og MA-próf líka B.Ed.-próf en þar er hafð-
ur punktur af einhverjum ástæðum.
En það er alls ekki nóg að vísa til möguleikanna. Kennari sem notar Stafsetning-
arorðabókina í blindni gefur e.t.v. rangt fyrir rétta rithætti skv. opinbemm reglum,
samþykktum af menntamálaráðherra. Og nú er von að spurt sé hvað sé að því að geta
valið á milli rithátta? Og það sem mikilvægara er: Ef átti að eiga eitthvað við reglum-
ar var þá ekki betra að vinna í þeim sjálfúm fyrst, í stað þess að laumast inn með
17 Ritreglumar em samdar af starfsmönnum íslenskrar málstöðvar og byggðar á
auglýsingum menntamálaráðuneytisins um stafsemingu og greinarmerkjasetningu,
sbr. bls. 8.