Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Side 203
Ritdómar
201
innsviðna, ká og knosa verða seint taldar algengar og frægð nafnorðsins dillibossi er
vonandi liðin. Og af hveiju er tebolli fletta en kaffibolli ekki, sbr. (11)? Svona mætti
lengi telja.
10. Hverjum er bókin aetluð?
Réttritunarorðabók (1989) sú sem Baldur Jónsson ritstýrði var ætluð grunnskólum
eins og kom fram í titli. Af formálsorðum í Stafsetningarorðabókinni (bls. 7) má ráða
að sú bók er ekki ætluð neinum sérstökum aldurshópi, með öðrum orðum öllum. Ég
held að ýmis vandamál bókarinnar endurspeglist í þessu enda fæ ég ekki séð að reynt
sé að koma til móts við mismunandi þarfir notenda. Það er nefnilega ekki hægt að
byggja heila bók á þeim vandamálum sem hinn „menntaðri“ notendahópur á við að
glíma.
Eitt aðalvandamálið er stærðin. Það kann að virðast þversagnarkennt að segja
bókina of stóra. En bók sem á að gagnast t.d. skólanemendum, og sem slík hefur bók
mikið uppeldisgildi, er of stór, of orðmörg. Þeim hefði gagnast miklu minni og þar
með handhægari bók, jafnvel í kiljuformi. Raunar hefði bók af því tagi gagnast mjög
mörgum; þá hefði einmitt mátt hafa stærri og efhismeiri útgáfu á Netinu. Hvort
tveggja formið hefði verið í sífelldri endurskoðun. A þennan hátt hefði bókin komið
að mestu gagni og þjónað miklu fleirum en ella. Þetta hefði kannski verið gert hefðu
menn reynt að greina þarfir hvers notendahóps fyrir sig. Til að þjóna yngri notenda-
hópum hefði t.d. mátt hafa kennslufræðileg sjónarmið í heiðri. Þar hefðu millivísanir
skipt höfuðmáli, líka vísanir frá rangri stafsetningu. Vandamál yngri notenda snúast
kannski síst um eignarfall fleirtölu veikra kvenkynsorða eða stigbreytingu lýsingar-
orða heldur miklu ffekar t.d. um ritun i/y (nit/nyt), n/nn (Kjartan/Auðun(n)), g/gg
(lagði/byggði) eða j (nýir/nýjar) enda vinsæl á prófi. Þetta þarf að vera hægt að finna
á sem auðveldastan hátt. En til að koma til móts við þarfir þeirra sem fást við texta-
vinnu af ýmsum toga þurfa upplýsingamar að vera fyllri.23 Báðir hópar eiga kröfu á
því að allar upplýsingar komi fram í orðalistanum sjálfum. Bók á Netinu mætti hins
vegar auðveldlega byggja upp á sama hátt og þessa bók enda kæmu krækjur að góð-
um notum.
Engar þær viðmiðanir sem hér hafa verið raktar eru sjáanlegar. Útkomunni má
kannski best lýsa með orðum Þórbergs Þórðarsonar (1944:197) í víðfrægum ritdómi:
(14) Höfundurinn virðist hafa gleymt þama þeim megintilgangi bóka, að þær em
ekki ritaðar handa þeim, sem vita, heldur hinum, er ekki vita.24
23 Hér má vísa til skrifa Tarps (2002:197) um mismunandi þarfir ólíkra notenda-
hópa stafsetningarorðabóka.
24 Hér má bæta við tilvitnunina frá Þórbergi. Hann sagði nefnilega líka: „Og hon-
um sýnist einnig hafa sézt yfir það, sem þó ætti að liggja i augum uppi, að bækur eiga
að vera svo fullar, að ekki þurfi að leita til annarra heimilda til þess að skilja þær,
nema sérstaklega standi á.“