Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Side 208
206
Ritdómar
um er þar eytt í reglur og dæmi um eitt orð eða fleiri. Til samanburðar má geta þess
að kaflinn um «-reglur er ekki nema fjórar síður.
Næst verður fyrir lesanda afar ítarleg en jafnframt að flestu leyti hefðbundin lýs-
ing á orðmyndun í íslensku. Þar er dreginn saman mikill fróðleikur og ljóst er að
kennslubókahöfundar framtíðarinnar hafa hér aðgang að miklum sjóðum, t.d. listum
yfir forskeyti og viðskeyti sem hingað til hafa ekki legið fyrir í handhægum neytenda-
umbúðum, svo gripið sé til nútímalegs orðalags. En hér er hins vegar fátt eitt nýtt enda
ekki til þess ætlast. Höfundur nýtir sér þó yfirleitt nýjar og nýlegar rannsóknir á orð-
myndun, þótt e.t.v. megi segja að sumt af því erlenda efhi, sem höfúndur vísar til, sé
nokkuð komið til ára sinna. En hver segir að það nýjasta sé alltaf best? Stuttur kafli
er hér um myndun sémafna (162. síða). Hann er gagnlegur en allt of stuttur, ekki síst
vegna þess að höfúndur er einn allra ffemsti nafnfræðingur Islendinga nú um stundir
og hefur ritað mikið um þau málefni. Sémöfn em sérstæð að ýmsu leyti, bæði um orð-
myndun og beygingu, og því full ástæða til þess að gera hlut þeirra nokkum í hand-
bók af þessu tagi.
í fimmtán undirköflum, tæpum 200 síðum, í öðrum hluta er fjallað um beyging-
arfræði. Viðfangsefhið er auðvitað vandmeðfarið, ekki síst í ljósi þess að mikið hefur
verið ritað um það, ekki síst í svokallaðri hefðbundinni málffæði. Höfundi Orðs er
nokkur vandi á höndum vegna þess að afar athyglisverðar hugmyndir hafa komið
fram á síðustu áratugum, einkum í skrifum Eiríks Rögnvaldssonar, um töluvert aðra
sýn á beygingu en tíðkast hefur til þessa. Því miður hafa þessar hugmyndir ekki átt
upp á pallborðið hjá kennslubókahöfundum sem semja bækur handa grunnskólanem-
endum og framhaldsskólanemendum. Ef til vill er ástæðan sú að hin nýja lýsing á
beygingu er svo frábrugðin hinni gömlu að kennarar þyrftu að taka rækilega til í sín-
um ranni til þess að vera færir um að kenna eftir þessum hugmyndum. En látum þetta
liggja milli hluta að sinni en komum að þessu affur síðar.
Höfundur Orðs fer þá leið að kynna til sögunnar hina hefðbundnu beygingar-
flokkun áður en hugmyndum málkunnáttufræðinnar eru gerð nokkur skil. Víst má
telja að áður en til þessarar niðurstöðu kom hafi höfundur þurff að velta málinu ræki-
lega fyrir sér. Var hugsanlega eðlilegra að gera grein fyrir þessum hugmyndum hvorri
í sínu lagi? Þær eru býsna ólíkar svo að það hefði getað verið heppilegra. Um það skal
þó ekki dæmt núna. Inngangur að beygingarlýsingunni er afar ítarlegur og traustur og
þar er mjög stuðst við Eirík Rögnvaldssson eins og höfundur gerir skilmerkilega grein
fyrir. Hugtök eru vandlega skilgreind. En þetta — að vera með tvennt til umræðu í
senn — getur valdið misskilningi. Þannig er t.d. eitt beygingareinkenna nafnorða talið
kyn (219. síðu) eins og yfirleitt er gert í hefðbundinni beygingarlýsingu nafnorða.
Ljóst er að formdeildina kyn má oft kalla beygingarformdeild, t.d. þegar rætt er um
lýsingarorð, en kyn er ekki beygingarformdeild þegar nafnorð eiga í hlut. Þetta mætti
koma betur og skýrar fram en þama er væntanlega um að ræða vanda sem erfitt get-
ur verið að fást við þegar höfundur fjallar nokkum veginn samhliða um hefðbundna
lýsingu á beygingu og lýsingu þar sem mið er tekið af málmyndunarfræði. í 26. kafla,
Hugmyndir um annars konar beygingarlýsingu, er mjög stuðst við bók Eiriks Rögn-