Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 210
208
Ritdómar
19. öld). Stundum heyrast raddir þess efnis að beygingarkerfi íslenskrar tungu sé að
hruni komið. Ekki verða þær raddir staðfestar með tilvísun í greinargerð höfundar um
samtímalegar breytingar á beygingu. Þar eru nefndar til sögunnar kunnuglegar breyt-
ingar á einstökum föllum einstakra beygingarflokka (t.d. kvenkynsorð, sem enda á -
ing í nefnifalli, fá -u í stað -ar í eignarfalli eintölu), beyging sifjaorðanna (faðir, bróð-
ir, systir, móðir og dóttir) og orð eins og fótur sem stundum er haft í kvenkyni í fleir-
tölu. Orðið hurð er þama einnig og nokkur mannanöfn. En stórkostlegar breytingar á
fallakerfi em ekki staðfestar eins og fram hefur komið hér á undan.
6. Kennslubók
Fram kom í inngangi að verkefnisstjóm gerir allrækilega grein fyrir eðli bókanna, til
hverra þær ættu helst að höfða og jafnvel hvemig þær ættu að líta út. Ekki er vitað til
þess að gerð hafi verið athugun á því hvemig þeim hafi reitt af á markaði né hvemig
viðtökur hafi verið. Hafa þær verið markvisst notaðar sem einhvers konar kennslu-
bækur í háskólum landsins? Þessari spumingu verður ekki svarað að þessu sinni enda
engin vitneskja tiltæk. En þó er unnt að segja frá því að í Kennaraháskóla Islands hef-
ur Orð verið notuð í námskeiði á kjörsviði í íslensku og einnig er vitað til þess að
nemendur hafa notað hana sem handbók þegar þeir hafa samið lokaritgerðir. Ekki er
annað vitað en þeir hafi haft gagn af bókinni. En það er einnig unnt að geta þess að
kennaranemar hafa komið auga á misræmi í umfjöllun og einnig skort á nákvæmni í
ffágangi. Benda má á 280. síðu þar sem hluti dálks í 25-4 hefur hliðrast þannig að
lh.þt. veikra sagna fellur í næsta dálk á undan og virðist þannig vera þriðja kennimynd
sterkra sagna (l.p.ft.þt.fh.). Á sömu síðu er einnig stafsetningarvilla í 25-5, í þriðju
kennimynd svokallaðra blandaðra sagna er l.p.et.þt.fh. en missögð í fleirtölu (t.d.
eiga - á - átti - átt; vita - veit - vissi - vitað). Þetta er auðvitað óheppilegt en samt
er ekki við öðm að búast en finna megi fáeinar villur af þessu tagi í svo miklu riti.
Óþægilegra er kannski að í sérstakri spássíugrein á 13. síðu segir að í latínu séu sex
föll en þar er ekki ávarpsfall (vocativus) nefnt til sögu en verkfærisfall (instrumental-
is) talið eitt hinna sex. Venjan mun þó sú að líta svo á að verkfærisfall sé undirflokk-
ur ablativus (t.d. Hann lagði Gunnar spjóti).
Bók sú sem hér er til umræðu mun nýtast allvel sem nokkurs konar heimild þeirra
sem hyggjast semja hefðbundnar kennslubækur í íslensku nútímamáli. Ekki er jafh-
ljóst hvemig hún nýtist sem nokkurs konar kennslubók handa nemendum á háskóla-
stigi og draga má í efa að allir framhaldsskólanemendur hafí nauðsynlega þolinmæði
til að lesa lengi i bók þessari. En þar er ekki við Orð að sakast.
7. Lokaorð
Bókin Orð á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir íslenskt mál í framtíðinni. I hana
munu ffamsæknir kennarar leita, ekki síst grunnskólakennarar og ffamhaldsskóla-
kennarar. Nemendur í háskóla eiga að geta haft af henni mikið gagn þegar þeir þurfa