Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Síða 213
Ritfregnir
Háttarsagnir í norsku og fleiri niálum
Kristin Melum Eide. 2005. Norwegian Modals. Studies in Generative Grammar
74. Mouton de Gruyter, Berlín. xii + 457 bls.
Þessi bók er byggð á doktorsritgerð höfundar (varin við Háskólann í Þrándheimi
2002). Þótt bókin fjalli einkum um norskar háttarsagnir (e. modals eða modal verbs)
er mikinn fróðleik að finna í henni um eðli háttarsagna almennt og tilraunir málfræð-
inga til að gera fræðilega grein fyrir þeim. í þriðja kafla er t.d. er gagnrýnin úttekt á
einum þrettán ólíkum tilraunum fræðimanna til að gera grein íyrir eðli þessara sagna
og þar er m.a. fjallað um grein sem lýsir íslenskum háttarsögnum (þ.e. sögnum eins
og eiga að, geta, fá, kunna, hljóta, munu, mega, skulu, vilja, þurfa, œtla, verða að)
nokkuð ítarlega með allmiklum samanburði við önnur mál, ekki síst dönsku. Talsvert
samanburðarefni er að finna i bókinni, einkum úr germönskum málum, en þó er ekki
siður lögð áhersla á að tengja háttarsagnir við málfræðiformdeildina hátt (e. mood)
og aðrar leiðir til að láta háttarlega merkingu (e. modality) í ljós. Um leið er skoð-
að hvemig formdeildir á borð við tíð og horf (e. aspect) tengjast þessu og athugað
hvemig mætti gera grein íyrir þessum tengslum innan setningafræðinnar. Þar virðist
Eide, líkt og margir málfræðingar um þessar mundir, hallast að nokkuð nánu samspili
merkingar og setningagerðar.
Höskuldur Þráinsson
Hugsanleg mál, líkleg mál og ný mál
Frederick J. Newmeyer. 2005. Possible and Probable Languages. A Generative
Perspective on Linguistic Typology. Oxford University Press, Oxford. x + 278
bls.
Margir kannast sjálfsagt við Frederick J. Newmeyer sem ritstjóra yfirlitsritsins Lingu-
istics: The Cambridge Survey, sem Cambridge University Press gaf út fyrir tæpum 20
árum (1988), en hann er líka þekktur fyrir gagnrýnin yfirlitsrit á borð við Grammat-
ical Theory: Its Limits and Its Possibilities (Chicago University Press 1983), Gener-
ative Linguistics: A Historical Perspective (Routledge 1996) og Language Form and
Language Function (MIT Press 1998). í síðustu bókum sínum hefur hann fært rök að
því að málkunnáttuffæðingar (eða formalistar) og þeir sem hafa meiri áhuga á mál-
íslenskt mál 28 (2006), 211-214. © 2007 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík