Ritmennt - 01.01.1998, Page 16
EIRÍKUR ÞORMÓÐSSON OG GUÐSTEINN ÞENGILSSON
RITMENNT
Jónatan Þorláksson á efri árum. Ljósmynd í eigu Guð-
steins Þcngilssonar.
sennilega verið Eggert Briem eldri sýslu-
maður sem dó 1894.y
Næst verður fyrir bréf Jóns Borgfirðings
til Sighvats Borgfirðings sem skrifað var á
Alcureyri á haustjafndægrum (23. septem-
ber) 1894. I því segir Jón m.a.:
Hér eru fáir, sem hafa fyrningar af íslenzkum
forða. Tel eg helzta: Jónatan bónda á Þórðarstöð-
um í Fnjóskadal; hann hefi eg heimsótt og var hjá
honum 2 nætur, daginn allan í hans skruddu-
búri, sá þar sumt, er eg hefi ekki; helzt óprentað,
ættartölubækur. Hann safnar milclu um sinn
hrepp og sólcn. Er góður kunningi minn frá fyrri
tíð.10
Þorvaldur Thoroddsen var á ferð um
Fnjóskadal sumarið 1896 og hitti þá Jónat-
an. Um þetta segist Þorvaldi svo frá:
Fyrstu nótt í Fnjóskadal var eg á Þórðarstöðum.
Jónatan bóndi Þorláksson bjó þá þar, einkenni-
legur lcarl með mikið grátt skegg, á silfurhnept-
um bol; hann var mjög fróður maður og hafði
safnað mörgum fornum bólcum og gripuni; hann
á og milclar þakkir skilið fyrir það, hve ant hann
hefir látið sér um skóginn, sem hefir á hans dög-
um mjög dafnað og þroskast í Þórðarstaðalandi.* 11
Finnur Sigmundsson landsbólcavörður minn-
ist á Jónatan í bólcinni Sögu í sendibréfum
og segir að hann hafi verið „búhöldur milc-
ill og með gildustu bændum í Fnjóskadal á
sínum tíma."12 Hér er þess að geta að Þórð-
arstaðir eru lítil jörð hvað snertir tún og
engi og því mjög hæpið að þar geti orðið
verulega milcill búslcapur á venjulegra
bænda vísu. Að vísu eru Þórðarstaðir sagðir
20 hundraða jörð í Jarðabólc Árna Magnús-
sonar og Páls Vídalíns 1712, þ.e. meðaljörð
og að því leyti til jafngild mörgum jörðum í
dalnum. Utigangur er svipull en úthagar
nægir og er eðlilegt að halda að þar sé fyrst
og fremst átt við slcóginn. Balclci, sem Jónat-
an er eigandi að á landamerlcjabréfi undirrit-
uðu 1. nóvember 188313 og hefur lílclega
eignast með Björgu seinni lconu sinni sem
hann lcvæntist 1878 eins og áður segir, er í
jarðabólcinni einnig metinn á 20 hundruð.
Og um Fjósatungu segir í bólcinni að úti-
gangur þar sé svipull fyrir fannlögum og því
fái ábúendur jafnlcga beit á Þórðarstöðum
fyrir óálcveðinn góðvilja eður útlát en elclci
9 Lbs 4672 4to.
10 Finnur Sigmundsson (útgefandi). Úr blöðum ]óns
Borgfirðings, bls. 89.
11 Þorvaldur Thoroddsen. Ferðabók 4, bls. 4.
12 Sigtryggur Guðlaugsson. Saga í sendibréfum, bls.
13.
13 Lbs 3031 4to.
12