Ritmennt - 01.01.1998, Side 22
EIRIKUR ÞORMOÐSSON OG GUÐSTEINN ÞENGILSSON
RITMENNT
Úr Þóröarstaðaskógi. Póstkort í eigu Landsbókasafns.
Um skóg vestan megin í Fnjóskadal
sunnanverðum segir í Fnjóskdæla sögu Sig-
urðar Bjarnasonar á Snæbjarnarstöðum:
Það er haft eftir yfirsetukonu þeirri, sem sat yfir
konu Þórðar, þegar Jón sonur þeirra fæddist, að
þá hafi verið svo mikill skógur í Illugastaða-
landi, að þegar hún hafi staðið á hlaðinu þar, hafi
hún séð skógviðarhríslurnar bera við loft þar
suður í hólunum. Það er einnig haft eftir Jóni
Péturssyni bónda á Reykjum, sem var réttorður
maður og áreiðanlegur, að þegar hann var lítill
drengur, hafi skógarlimið lagzt saman yfir höfði
manns, þegar riðin var gatan suður Sellands-
móa.39
Þá er einnig sagt frá því í sama riti að í landi
jarðarinnar Skóga í Fnjóskadal hafi á átj-
ándu öld verið
skógur mildll [...] og ágætur útigangur fyrir sauð-
fé á vetrum; hafði það oft gengið sjálfala þar í
heiðinni innan um skóginn. Einnig höfðu verið
þar fallegar graslágar, sem slegnar höfðu verið.
Ekki vita menn með vissu, hvenær skógur þessi
hefur eyðzt að fullu, en að líkindum hefur það
verið seint á átjándu öld; á það bendir munn-
mælasaga sú, sem hér fer á eftir. Árni bóndi í
Sigluvílt, faðir séra Sigurðar á Hálsi, lifði fram
yfir aldamótin 1800. Einu sinni var hann á ferð
um Fnjóskadal og kom að Skógum. Þegar hann
reið suður úr túninu, tók við fallegur og þéttur
skógur báðumegin við götuna,- heyrði hann, að
maður var að höggva skóg mjög skammt frá hon-
39 Sigurður Bjarnason: Fnjóskdæla saga. Nýjar kvöld-
vökur 25 (1932), bls. 33. Þetta mun hafa verið á
fyrri hluta 18. aldar. Sjá um Þórð þennan sama rit,
bls. 32-33.
18