Ritmennt - 01.01.1998, Síða 25
RITMENNT
JÓNATAN Á ÞÓRÐARSTÖÐUM
I’jódminjasafn íslands.
Döggskór af sverði, úr bronsi, fundinn í Miðdegishól
fyrir sunnan bæinn Kotungsstaði í Fnjóskadal.
urður aðalstarfsmaður safnsins til dauða-
dags 1874 en það telst stofnað 24. febrúar
1863.
Við beiðni Sigurðar verður Jónatan strax
1. ágúst 1873 en þá er dagsett skýrsla til
hans um gripi senda safninu og í meðfylgj-
andi bréfi dagsettu sama dag segir hann:
Þegar ég í ágústmánuði 1871 afhenti verslunar-
stjóra B.A. Stencke [þ.e. Steincke] gripi þá er <ég>
sendi til Forngripasafnsins, lét <ég> með fylgja
skýrslu um þá svo greinilega sem föng voru á, er
verslunarstjórinn segist hafa sent til forstöðu-
mannanna; orðrétt afskrift þar af er mér töpuð,
samt hefi ég nú farið til að rifja það upp hvað ég
kunni, og er sú skýrslumynd hér með fylgjandi.50
Bréfi til Jóns Borgfirðings dagsettu 6. nóv-
ember 1876 lýkur Jónatan með því að biðja
Jón að leiðbeina hjálagðri skýrslu um hluti
þá er hann hefur sent til Forngripasafnsins
þangað sem hún þurfi að komast og gefa
gætur að því hvort ltún verði teldn til
greina.51 Er þetta þriðja sltýrslan um forn-
gripi þá er Jónatan sendi safninu.
Enn minnist Jónatan á gripina í bréfi til
Jóns Borgfirðings dagsettu 16. febrúar 1882
þar sem hann segir:
Ég atla einhvern tíma að rita Sigurði Vigfússyni
um forngripi þá er ég hefi sent til safnsins; ég er
óánægður yfir kvörtun hans í Skýrslunni um að
hann viti ekki hvaðan og hvar fundnir gripirnir
eru; það er víst að ég hefi sent suður 3 skýrslur -
sína í hvort sinn - svo greinilega sem ég gat um
gripina, tilgreindi ég hvaðan þeir væri og hvar
fundnir.
í niðurlagi bréfsins segist liann varla geta
verið að hafa fyrir því að senda forngripi til
safnsins, sem hann nú hafi, og suma merki-
lega, svo sem silfurpening á stærð við
speciu, fundinn í gömlurn rústum, 300 ára
gamlan, og margt fleira, þegar svona sé farið
með skýrslur um þá.52 Skýrslan, sem Jónat-
an talar um í tilvitnuninni hér á undan, er
varla önnur en sú sem birtist í Slcýrslu um
Forngripasafn íslands í Reykjavílc og telcur
til ársins 1873. Prentun hennar var elclci
lolcið fyrr en 1881. Þar getur Sigurður Vig-
fússon elclci fundarstaðar gripanna og telcur
beinlínis fram um suma þeirra að engar
upplýsingar hafi fylgt um fundarstað. Um
slcýrslur Jónatans slcal eldci frelcar fjallað
hér, Sigurður Guðmundsson hefur lílcast til
enga þeirra séð og eitthvað sýnist a.m.lc.
50 Bréf send til Þjóðminjasafns 1873. Sé þessi dagsetn-
ing á bréfi og skýrslu Jónatans, 1. ágúst, rétt hefur
bréf Sigurðar, dagsett 28. júlí, fengið afarmikla
liraðferð norður. Sýnist skynsamlegt að gera ráð
fyrir því að um misritun dagsetningar á bréfi og
skýrslu Jónatans geti verið að ræða, þar ætti frekar
að vera 1. september. Má lílca benda á að Sigurður
krotar á slcýrsluna að hún sé meðtekin 24. septem-
ber.
51 ÍB 99 fol.
52 ÍB 99 fol.
21