Ritmennt - 01.01.1998, Side 27

Ritmennt - 01.01.1998, Side 27
RITMENNT JÓNATAN Á ÞÓRÐARSTÖÐUM þetta að bæta að ekki vita greinarhöfundar hvort Beyer hefur haft í farteski sínu grip runninn frá Jónatan á Þórðarstöðum þegar hann fór úr landi. Handrita- og bókasöfnun Þess má vænta að Jónatan lrafi snemma far- ið að safna bókum og einnig ýmsum liand- ritum eða handskrifuðum bókum. Fátt verður nú vitað um ból<.al<ost á Þórðarstöð- um fyrir hans daga en ekki er þó ólíklegt að faðir hans hafi verið bókelskur og átt eitt- hvað af bókum. Bending í þá veru gæti ver- ið eftirfarandi áritun hans á saurblað Mynsters Hugleiðinga (Kh. 1839); „Þann 24da júlí 1839 varð ég þessarar Bókar ríkur Eigandi, Þorlákur Þorsteinsson Þórðarstöð- um." Og til eru fleiri bækur merktar hon- um.55 En hvað sem líður bókakosti á Þórðar- stöðum fyrir daga Jónatans er næsta víst að þá hefur að jafnaði verið lítið af prentuðum bókum í eigu almennings og safn Jónatans við ævilok verið með því stærsta er þá þekktist í einstaklings eigu á landinu. „Bókasafn átti hann og meira en bændur eiga að jafnaði til sveita og allmargar fágæt- ar bækur" segir Ásmundur Gíslason í Lögrjettu 14. mars 1906. „Og ef spurt er um einhverja bók, sem orðin er fágæt, er svarið venjulega á þá leið, að hún muni hvergi vera til í dalnum, nema ef Jónatan á Þórðarstöð- um eigi hana, og það mun og oftast vera svo, að hún sé þar til."56 Hvernig megnaði Jónat- an að koma sér upp svo merku safni sem hann átti að lokum, bóndi á heldur kostalít- illi jörð? Áður er að Jrví vikið, shr. bls. 14, að fleira má hafa eflt getu Jónatans til bóka- kaupa en nytjar af Þórðarstöðum. Og vissu- lega hefur hann líka notið aðstoðar ýmissa góðra manna. Bréf til Jónatans eru varðveitt frá mörgum bréfriturum. Af allnokkrum þeirra má ráða að hann hefur átt einhver menningarsamskipti við ýmsa menn, reynd- ar langmest hvað snertir bækur en einnig ættfræði. í því viðfangi má nefna Benedikt Sveinsson, síðar alþingisforseta, Björn Jóns- son ritstjóra á Akureyri, Brynjólf Jónsson á Minnanúpi, Jón Guðmundsson ritstjóra, Jón Jakobsson landsbókavörð, Indriða Þórkels- son frá Fjalli, Kristian Kálund, Ólaf Davíðs- son fræðimann, Sigurð Guðmundsson mál- ara, Skafta Jósepsson ritstjóra, Stefán Stef- ánsson skólameistara, Tryggva Gunnarsson bankastjóra og Þórhall Bjarnarson biskup. Svo sem til dæmis má grípa hér niður í bréf frá Brynjólfi til Jónatans dagsett 13. ágúst árið 1900: „Eitt gleymdi ég að minnast á við þig um daginn: Áttu ekki gamlar íslenskar bækur prentaðar t.a.m. frá 16. eða 17. öld? Ef svo væri, álít ég réttast að gefa landsbóka- safninu kost á að kaupa þær. Ef það vill ekki, þá láir enginn þó þú seljir þær til útlanda."57 En fremstur í hópi er vinur hans Jón Borgfirðingur. Hann hefur útvegað Jónatan marga góða bók, ekki síst eftir að Jón fluttist til Reykjavíkur þar sem hann gegndi lögregluþjónsstarfi í fjölda ára. í bréfi til Jóns dagsettu 6. nóvember 1876 kemur fram að frá engum á Jónatan eins mörg bréf og frá Jóni og „hafa þau ætíð frætt mig um ýmislegt, einkum hvað bókmenntum vor- um líður, senr mér þykir ætíð mjög merki- 55 Birgir Þórðarson: Bókasafn Jónatans á Þórðarstöð- um, bls. 79. 56 Jón Pálsson: Jónatan Þorláksson, bls. 2. 57 Lbs 3028 4to. 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.