Ritmennt - 01.01.1998, Page 39
RITMENNT
JÓNATAN Á ÞÓRÐARSTÖÐUM
ÍB 99 fol.
Á bls. 34 og 35: Úr ÍB 99 fol. Bréf til Jóns Borgfirðings.
Nú er komið haust árið 1880 og í bréfi
dagsettu 12. september þalckar Jónatan Jóni
fyrir Goðafræðina (þ.e. Kennslubók í goða-
fræði Grikkja og Rómverja eftir H.W. Stoll,
þýðing Steingríms Thorsteinssonar, Kh.
1871) sem Jón sendi honum uni vorið og
segist hafa hugað gott til að fá sögu íslands
frá Þorkeli presti Bjarnasyni (þ.e. Ágrip af
sögu íslands eftir Þorkel Bjarnason, Rv.
1880) á Reynivöllum í Kjós
þar þeim manni hafði tekist svo snilldarlega að
semja Siðbótarsöguna [þ.e. Um siðbótina á ís-
landi, eftir Þorkel Bjarnason, Rv. 1878), að mér
þótti meistaraverk á vera og ágætlega farið með
efni og atburði þar til - en að því er ég hefi athug-
að íslandssöguágrip hans, þykir mér þetta hafa
brugðist með það. Það er ekki von að allt sögu-
legt og merkilegt um 1000 ára æfi þjóðar vorrar
verði ritað á fáein örk; og sannarlega er þörf að
bæta úr þessu. Þetta kalla ég ekki vera sögu ís-
lands, - sem það að sönnu ekki heitir, nema
ágrip, - en aðeins til styrks þeirn er fyllra og
meira vildu rita í íslandssögu. Svona er ég nú
djarfur að skrifa þér í þessu tilliti; og ef ekki
greiðist betur úr, þá farðu og hertu þig við þitt
sögurit, - drengir þínir fara nú að verða svo
menntaðir, að þér getur orðið lið að þeim þar til.
- Og sannarlega verður þú frægur af þeim í sögu
35