Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 41

Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 41
RITMENNT JÓNATAN Á ÞÓRÐARSTÖÐUM meina, og sakna ég þess. Hér er heldur ekkert að fá af „Fornum fræðum" sem nú eru þau fágæt- ustu vísindi. Eg held nú helst vanti „Svarta- skóla", þykir mér líklegt hann gæti einsvel þrif- ist og aðrir skólar, það er að segja ef Kölski yrði ör á ölmusum, þó hann setti upp að fá einhvurn sálargarm, sem mætti svíkja hann um að lokum. Afram spjallar Jónatan um bækur, s.s. „æfi sögu Geirs biskups [...], Brynjólf biskup [...] þ.e: þá nýju sögu sem kennd er við hann [...], Sýslumanna æfirnar [...], Biskupa sögur Jóns prófasts Halldórssonar", Fornbréfasafnið, Safn til sögu íslands o.fl. Honum finnst lít- ill dugur í Bókmenntafélaginu. Bjarna ætt- fræðingi Guðmundssyni í Kirkjuvogi er hann fús að veita upplýsingar um ættir fyr- ir norðan ef eftir yrði leallað. í bréfi dagsettu 28. febrúar 1884 óslcar hann Jóni til hamingju með Ritliöfunda- talið, „geri ég mér líka góða von um að þú verðir frægur af því." í bréfi dagsettu 16. október sama ár er Jónatan Jryrjaður að kvarta undan elliþunga, þá tæpra 59 ára að aldri, og telur líklegt að hann endi svo hér- vist sína að hann komi aldrei til höfuðstað- ar landsins. Á þessu hnykkir hann í bréfi dagsettu 1. ágúst 1888 og segir: Líklega lcern ég aldrei til Suðurlands framar, fyrst ég fór það nú ekki með Þingvallafundarmönn- um, - mér finnst ég ómögulega komast frá heim- ili rnínu, meðan ég get noklcuð hugsað og unnið því til bóta. - Svona er það nú fyrir flestum bændagörmunum, - þeir þurfa að erja eins og húðarbykkjur til þess að hafa eitthvað í sig og á og fyrir hyslci sitt og skuldalið. Þar að auk til að geta greitt og borgað tolla og gjöld, sem fæða og ala „landsómagana", þeir skulu vera fullir og feitir, þó bændur og almúgi svelti og sé við falli búið af undirokan og óáran. Lengi hefi ég haft í hyggju að ferðast og koma á hina frægustu staði landsins, svo sem Þingvöll og til Reykjavíkur, hvar ég þekki varla nolckurn nema þig, en mér var það nóg til að skemmta mér með þér litla stund. En eftir þessar dapurlegu umræður um landsmálin og erfiðar heimilisástæður snýr Jónatan sér að handritum og getur þess að hann hafi eignast þrennar rímur, Þórðar rímur kakala eftir Gísla Konráðsson í eigin- handarriti, með mjög vandaðri settleturs- hönd, rímur af Pétri Pors eftir Finn Magnús- son, ritaðar af Ara umboðsmanni Sæmunds- syni, sem eklci muni vera víða, og rímur af Eberharð eftir Galdra-Guðbrand Einarsson úr Reykjadal. „Nokkur smá handrit af ýmsu hefi eg eignast, sem ég held enn þá saman." Komið er árið 1890 og elckert gengur að fá til láns kvæðið Fjandafælu til að rita eftir segir Jónatan í bréfi dagsettu 9. febrúar og nú þykir honum „helst vant að ekki sé til „Svartiskóli" eins og forðum!!" Og í bréfi dagsettu 10. apríl árið eftir þakkar Jónatan Jóni fyrir að hafa sent honum sögurnar af Agli Skallagrímssyni og af Droplaugarson- um sem voru honum „þeir lcærustu gestir". Að Jónatan hefur nú komið „sú fýsn - sem hefir þó oft hreyft sér - svo ég get elclci stillt mig um það að vilja eignast Landnámu, sem prentuð var í Kaupmannah(öfn) 1846? [rétt: 1843], og er með íslandskorti." E.t.v. gætu synir Jóns, sem þar eru staddir, útvegað hana því að „hér er ekki að biðja neinn." Og nú fer að halla til aldamóta. Af bréfi dagsettu 18. febrúar 1895 sést að Tagldar- banasaga hefur nú loksins komið í leitirnar og Jón sent Jónatan hana til afritunar og í bréfi dagsettu 31. mars sama ár biður Jónat- an Jón um að lána sér ævisögu Þórðar prests 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.