Ritmennt - 01.01.1998, Side 59
RITMENNT
AÐ YRKJA ÚR ÍSLENSKU
Lovingly, waves, salute the boats out trawling!
Lightly, oh winds, kiss glowing cheeks and tresses!
Herald of spring! oh faithful thrush, who flies
fathomless heaven to reach our valleys, bearing
cargoes of song to sing the hills above:
there, if you meet an angel with bright eyes
under the neat, red-tasselled cap she's wearing,
greet her devoutly! that's the girl I love.21
„Plover Song" má einnig syngja undir sama þjóðlagi og íslenska frumtextann (Heylóarvísu).
Nákvæmni (regla 1)
Það er augljóst að þýðandi sem er bundinn af reglum 2 og 3 verður að gera tilslalcanir hvað
varðar reglu 1. En hann ætti ekki að gera of margar. „Hárnákvæm þýðing er óhugsandi,"
skrifaði William Cowper árið 1791. „En þó við getum elcki verið fullkomlega nákvæm er
engin ástæða til þess að við séurn ekki eins nákvæm og við getum."22
Til dæmis ætti sá sem þýðir Jónas ekki að rugla saman orðunum tað og taða, eins og ég
gerði í fyrstu gerðinni af „Southlands" (JH IV, 42):
Geið 1 Gerð 2
Soutlilands is much, mucli nicer Soutlilands is so rnuch nicer
than tlie siglits round Sealpond were: than Seltjörn or Reylcjavík.
21 Nú andar suðrið sæla vindum þýðum,
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjst heim að fögru landi ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
Ó! heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði;
kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði,
blási þið, vindar! hlýtt á kinnum frfðum.
Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu;
þröstur minn góður! það cr stúlkan mín.
22 The letters and prose writings of William Cowper III, bls. 562. Cowper gerði frægar þýðingar á Ilíonskviðu og
Ódysseifsk viðu.
55