Ritmennt - 01.01.1998, Page 69
Steingrímur Jónsson
nn!
Upphaf Þjóðólfs 1848
Margt hefur verið á huldu um upphaf Þjóðólfs, fyrsta nútímalega hlaðsins á íslandi,
sem hóf göngu sína haustið 1848, fyrir 150 árum. Með því að nota heimildir frá mis-
munandi tímum á gagnrýninn hátt og jafnframt freista þess að lesa á rnilli linanna
er hér dregin upp mynd sem skýrir margt sem óljóst hefur verið fram til þessa.
RITMENNT 3 (19981 65-88
"1 =1
i ll 1111 II
Fyrsta tilraun til útgáfu fréttahlaðs á íslandi var gerð haustið
1773 er Islandske Maanedstidendei hófu göngu sína. Rit-
stjóri var Magnús Ketilsson sýslumaður í Dalasýslu, og var blað-
ið í litlu broti, ein örk (16 síður) að stærð og kom út mánaðar-
lega. Fyrstu þrjú heftin voru með latínuletri, en eftir það voru
þau prentuð með gotnesku letri. Mánaðartíðindin voru á dönsku
og óvíst að hve miklu leyti þau voru lesin á íslandi, heldur mun
meginhluti upplagsins hafa farið til hinna rúmlega 200 áskrif-
enda að riturn Hrappseyjarprentsmiðju í Danmörku. Fyrstu tveir
árgangarnir af Mánaðartíðindunum voru prentaðir í Hrappsey,
en þriðji og síðasti árgangurinn sem tók yfir október 1775 til
september 1776 var prentaður í Kaupmannahöfn, líklega í einu
lagi einhvern tíma á árinu 1777.1
Rúmlega 40 ár liðu þar til næsta tilraun var gerð. Þar var að
verki Magnús Stephensen sem hóf útgáfu Klausturpóstsins árið
1818. Fyrsti árgangurinn var prentaður að Beitistöðum en allir
aðrir árgangar í Viðey eftir að prentsmiðjan var flutt þangað árið
1819. Klausturpósturinn minnti um margt á Mánaðartíðindin.
Hann var í litlu broti, ein örk [16 síður) og kom út mánaðarlega,
nema níunda og síðasta árið sem kom í einu lagi 1827. Liðu nú
nokkur ár án fréttahlaðs uns útgáfa Sunnanpóstsins hófst 1835.
Sunnanpósturinn sem prentaður var í Viðey var að útliti, stærð
og útgáfutíðni sniðinn eftir Klausturpóstinum. Forgöngumenn
1 Jón Helgason [prófessor] (1928), bls. 26-28.
65