Ritmennt - 01.01.1998, Page 70
STEINGRÍMUR JÓNSSON
RITMENNT
voru Þórður Sveinbjarnarson dómstjóri og Árni Helgason stifts-
prófastur. Komu út alls þrír árgangar, þó ekki samfellt því árið
1837 féll útgáfan niður. Samlcomulag milli útgefendanna var
fremur stirt. Árið 1846 hófst Reykjavíkurpósturinn, og komu út
þrír árgangar. Reykjavíkurpósturinn var eftirmynd Klaustur-
póstsins og Sunnanpóstsins, og ritstjórar í upphafi Þórður Jónas-
sen dómstjóri og bræðurnir Sigurður og Páll Melsteð. Sigurður
heltist úr lestinni eftir fyrsta árið og Páll eftir annað árið, en þó
tók Páll að sér að ljúka þriðja árinu í forföllum Þórðar.
Af framansögðu er ljóst að útgáfa fréttablaðs á Islandi hafði
gengið erfiðlega og verið stopul. Það þurfti því bæði áræði og
þrek ti) að hefja útgáfu Þjóðólfs haustið 1848 samhliða því sem
Reykjavíkurpósturinn hóf þriðja ár sitt.
Upphaf Þjóðólfs er merkisviðburður í íslenskri útgáfusögu.
Þjóðólfur var hálfsmánaðarblað og í stærra broti en hin fyrri
blöð. Einungis þrívegis áður hafði verið prentað rit í stærra broti
á íslandi: biblían, þ.e. Guðbrandsbiblía 1584, Þorláksbiblía
1644 og Steinsbiblía 1728. Útgáfutíðnin var þó það sem mest
um munaði.
Þjóðólfur varð fyrsta nútímalega fréttablaðið á íslandi og hið
fyrsta sem náði háum aldri. Það var í fararbroddi til 1874 er ísa-
fold hófst og eftir það annað tveggja stærstu blaðanna fram á
annan áratug tuttugustu aldar er dagblöðin náðu fótfestu. Þá
missti Þjóðólfur máttinn og lognaðist útaf.
Margt er á huldu um upphaf Þjóðólfs. Fræðimenn eru ekki á
einu máli um hver sé upphafsmaður blaðsins. Flestir hafa hall-
ast að því að Páll Melsteð yngri sé upphafsmaðurinn en ekki sr.
Sveinbjörn Hallgrímsson sem var ábyrgðarmaður 1. árgangs og
útgefandi og ábyrgðarmaóur 2.-4. árgangs. Hér skal reynt að
skera úr um hvor þeirra megi með réttu kallast faðir Þjóðólfs.
ítarlegasta heimildin um upphaf Þjóðólfs
Þegar Þjóðólfur átti 40 ára afmæli 1888 minntist ritstjórinn, Þor-
leifur Jónsson, dagsins með eftirfarandi pistli:2
í dag er Þjóðólfur fjörutíu ára gamall. Fyrsta blað hans kom út 5. nóv.
1848. Hann er þannig langelsta blað landsins, og ekkert blað hefur orð-
2 Pjóðólfur 40:51 (5. nóv. 1888), bls. 201.
66