Ritmennt - 01.01.1998, Page 74
STEINGRÍMUR JÓNSSON
RITMENNT
Sveinbjarnar er skrifuð í glettnislegum stíl og augljóst að „ráð-
samlcoman í kirkjugarðinum" var forsenda þess að Þjóðólfsnafn-
ið gæti gosið upp undan einu leiðinu. Kannski var það sjálfur
„frjálsræðisandinn" sem gaus upp.
Sveinbjörn hélt alltaf í hugmyndina um Þjóðólf sem einhvers
konar anda eða draug sem menn skyldu vara sig á. Hvaðan
draugshugmyndin er komin skal ósagt látið en minnt á að níu
mánuðum áður en Þjóðólfur komst á kreik fór vofa ljósum log-
um um Evrópu, vofa kommúnismans („Ein Gespenst geht um in
Europa - das Gespenst des Kommunismus") sem fyrst komst á
prent með Kommúnistaávarpinu í febrúar 1848.
Sem fyrr segir hafa flestir fræðimenn litið fram hjá grein
Sveinbjarnar um upphaf Þjóðólfs og notað frásögn Páls. Þannig
telur Jón Helgason biskup Pál upphafsmanninn í Árbókum
Reykjavíltur,6 og í grein sinni á aldarafmæli Þjóðólfs telur Einar
Ásmundsson allar aðstæður Páls haglcvæmari en Sveinbjarnar til
að stofna blað. Einar telur reyndar að hið eina sem öruggt sé um
upphaf Þjóðólfs sé að undirbúningsfundurinn hafi verið haldinn
í kirkjugarðinum.7 Einar Laxness nefnir í bók sinni um Jón Guð-
mundsson ritstjóra að heimildirnar tvær stangist noldtuð á en
telur það ekki slcipta ýlcja milclu máli hvor segir réttara frá.8 Jón
Helgason ritstjóri færir hins vegar að því sterlc rölc að Sveinbjörn
sé upphafsmaðurinn og minni Páls muni hafa brenglast á efri ár-
um.9 Aðalgeir Kristjánsson sem mest allra íslenslcra fræðimanna
hefur rannsalcað miðbilc 19. aldar segir um upphaf Þjóðólfs að
elclci séu um það glöggar heimildir og virðist þó fremur hlynntur
Sveinbirni.10 Vilhjálmur Þ. Gíslason telur lílclegast að Páll Mel-
steó hafi helst staðið að undirbúningnum.* 11
Hvers vegna ,Hljóóólfur‘l
Frásögn Sveinbjarnar af upplrafi Þjóðólfs er síður en svo eina
dæmið um slcrif hans í þessum gáskafulla stíl. Af sama toga er
6 Jón Helgason [bislcup] (1941), bls. 133.
7 Einar Ásmundsson (1948), bls. 43-46.
8 Einar Laxness (1960), bls. 77-78.
9 Jón Helgason [ritstjóri] (1969), bls. 156.
10 Aðalgeir Kristjánsson (1972), Irls. 248; (1993), bls. 218.
11 Vilhjálmur Þ. Gíslason (1972), bls. 73-74.
70
i