Ritmennt - 01.01.1998, Page 83
RITMENNT
UPPHAF ÞJÓÐÓLFS 1848
Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
búningi að stofnun „ærlegs blaðs", eins og hann kallar það. Ekki
varð þó úr þeirri fyrirætlan.22 Jón Guðmundsson fór til Kaup-
mannahafnar með póstskipi í september 1848, og er því útilok-
að að hann hafi verið með á fundinum í prentsmiðjunni sem hef-
ur verið haldinn síðla í september eða byrjun október því Páll
Melsteð minnist ekkert á nýtt blað þegar hann skrifar Jóni Sig-
urðssyni þann 12. september, heldur er það í októberbréfinu til
Jóns að Páll segir þær fréttir að Sveinbjörn ætli að fara að verða
journalisti. Og Páll scm var ráðsmaður prentsmiðjunnar og ann-
aðist reikningshald hennar hefur verið með þeim hætti meðal
hinna fyrstu til að vita hvað var á seyði í útgáfumálum.
Það er því enn óljóst hverjir hinir tveir ónafngreindu menn
voru. Vísbendingu um annan manninn er að finna í bréfi til Jóns
Sigurðssonar. Það er Jón Árnason, síðar landsbókavörður og Jrjóð-
sagnasafnari, sem ritar Jóni Sigurðssyni bréf 6. nóvember 1848,
daginn eftir að fyrsta tölublað Þjóðólfs kom út.23
Þrennt í bréfinu verður að teljast athyglisvert. Hið fyrsta er að
Jón Árnason telur Þjóðólf „sem ávöxt af félaginu" sem Jón Guð-
mundsson og fleiri stofnuðu vorið 1848. Ekkert bendir til að um
bein tengsl við Sveinbjörn og Þjóðólf hafi verið að ræða heldur
22 Einar Laxness (1960), bls. 76-78.
23 Jón Árnason (1950), bls. 19-20.
Bergmannsstofa, Aðalstræti 9,
fremst til hægri, séð frá suðri.
Prentsmiðjan var í suðurstof-
unni sem sneri út að kirkju-
garðinum.
I’jóóminjasafn íslands.
Jón Guðmundsson.
79