Ritmennt - 01.01.1998, Page 93
RITMENNT 3 (1998) 89-98
Sigurður Pétursson
Vigfús Jónsson syrgður
Á 17. og 18. öld var víða rík hefð fyrir því að semja erfiljóð. Voru þau ýmist samin á
þjóðtungu, latínu eða jafnvel grísku. Islendingar ortu mörg slík ljóð á íslensku og lat-
ínu en sjaldgæft hefur það verið að þeir gerðu það á grísku. Erfiljóðin sem Torfi Páls-
son orti um Vigfús Jónsson og prcntuð voru í Kaupmannahöfn 1695 eru því mjög
óvanaleg. Þau eru oltltur eltki aðeins vitnisburður um þeklúngu og áhuga íslenslcra
menntamanna á grísku í lok 17. aldar heldur bregða þau upp, líkt og önnur minning-
armörk, ákveðinni mynd af lífi og siðum þess tíma.
rið 1671 varð Jón Þorláksson (um 1643-1712) biskups Slcúla-
ii sonar sýslumaður í Múlaþingi og nokkrum árum síðar
lcvæntist hann Sesselju Hallgrímsdóttur (f. um 1641) prests í
Glaumbæ Jónssonar. Hafa þau líklega fyrst búið á Skriöuklaustri
en síðan á Víðivöllum ytri og lolcs í Berunesi sem þau oftast eru
lcennd við. Einn fimm sona þeirra var Vigfús Jónsson og mun
hann hafa fæðst 1676. Eins og bræður hans var hann settur til
mennta og að loknu nárni í Skálholtsskóla sigldi hann til Kaup-
mannahafnar þar sem hann innritaðist við háskólann 6. nóvern-
ber 1694 undir nafninu Wigfusius Thorlacius.1 Námsdvöl í
Kaupmannahöfn var eflaust draumur margra skólapilta í latínu-
skólunum íslensku þótt fáir ættu þess kost að gera þann draum
að veruleika. Að því leyti má telja Vigfús lánsaman enda af efna-
fólki kominn. Gæfuhjól Vigfúsar snerist hins vegar fljótt því að
stuttu eftir komu hans til Kaupmannahafnar lést hann aðeins 18
ára að aldri og var lagður til hinstu hvíldar í kirkjugarðinum við
Trinitatiskirlcju í Kaupmannahöfn 16. desember 1694.
Bjarni Jónsson frá Unnarholti segir í riti sínu, íslenzldr Hafn-
arstúdentar, að Benedikt Magnússon Bech (1674-1719), náms-
maður í Kaupmannahöfn, hafi ort erfiljóð eftir Vigfús en getur
1 Bræður Vigfúsar voru: Þorlákur Jónsson Thorlacius (1675-97) stúdent, Jón
Jónsson Thorlacius (um 1678-um 1708) lögsagnari og aðstoðarmaður föður
síns, Hallgrímur Jónsson Tliorlacius (um 1679-1736) sýslumaður og Björn
Jónsson Thorlacius (um 1680-1746) prestur í Görðum á Álftanesi.
89