Ritmennt - 01.01.1998, Page 94
SIGURÐUR PETURSSON
RITMENNT
þess elcki hvort hann hafi sjálfur séð þau.2 Páll Eggert Ólason
greinir frá því í íslenzkum æviskrám að erfiljóð hafi verið prent-
uð um Vigfús Jónsson í Kaupmannahöfn árið 1696 en að ekki sé
nú kunnugt um nokkurt eintak þeirra.3 Hvorlci hefur mér tekist
að afla frekari upplýsinga um ljóð Benedikts né hef ég fundið
kvæði sem átt gæti fyllilega við lýsingu Páls. En við skipulega
leit mína á latneskum kveðskap eftir íslendinga rakst ég sumar-
ið 1993 á erfiljóð á grísku um Vigfús Jónsson eftir Torfa Pálsson
(1672-1712), prentuð í Kaupmannahöfn árið 1695.4
Torfi Pálsson var skólabróðir Vigfúsar úr Skálholtsskóla og
innritaóist til náms í Hafnarháskóla sama dag og hann. Elcki er
nákvæmlega vitað hvernig Torfa sóttist námið en 1708 tók hann
guðfræðipróf og ári síðar próf í predikun og framburði. Páll Egg-
ert Ólason segir að í heimildum sé látið mjög af grískuþekkingu
hans og talið að hann hafi jafnvel ort á grísku.5 Hefur það álit
manna greinilega verið á rökum reist. Að öðru leyti er ekki mik-
ið vitað um lærdóm hans þó að hermt sé að hann hafi sóst eftir
biskupsembætti á Hólum við lát Björns Þorleifssonar 1710 en
orðið að lúta í lægra haldi fyrir Steini Jónssyni (1660-1739).6
Torfi sneri aldrei aftur til íslands, að vitað sé, en bjó áfram í Dan-
mörltu þar sem hann félckst eitthvað við barnalcennslu en síðar
mun hann hafa orðið prestur í sjóher Dana.7 Hann andaðist árið
1712 úr drepsótt sem geklc í Kaupmannahöfn.
Erfiljóð Torfa Pálssonar birtast nú aftur á prenti rúmum þrjú
hundruð árum eftir að þau voru gefin út í Kaupmannahöfn. Text-
inn er birtur stafréttur og eru áherslumerki og lesmerki yfirleitt
látin haldast óbreytt þótt sum þeirra falli elcki fullkomlega að
2 Bjarni Jónsson (1949), bls. 54.
3 Páll Eggert Ólason V (1952), bls. 53.
4 Prent þetta er að finna innan um fágæti í öskju á Landsbókasafni íslands. Vil
ég nota tækifærið og þakka starfsliði bókasafnsins fyrir staka þolinmæði og
greiðvikni í hvívetna við rannsóknir mínar á prentuðum og óprentuðum latn-
eskum kveðskap.
5 Páll Eggert Ólason V (1952), bls. 30.
6 Jón Helgason (1931), bls. 9.
7 Bjarna Jónssyni, Jóni Helgasyni og Páli Eggert Ólasyni ber öllum saman um
að Torfi hafi orðið prestur í sjóliði Dana. S.V. Wiberg minnist hins vegar ekki
á Torfa þar sem hann fjallar um presta í sjóher Dana í sögu sinni um danska
presta.
90