Ritmennt - 01.01.1998, Page 98
SIGURÐUR PÉTURSSON
RITMENNT
Xuctop avaí, Xöctop (1. 25). Eins og algengt er í elegíslcum kveðskap
myndar hver tvíhenda eina heild málfræðilega. Hvað byggingu
varðar má skipta kvæðinu í fjóra hluta.
1. Ljóðlínur 1-4. Þennan hluta má líta á sem nokkurs konar
inngang. Greint er frá tilefni kvæðisins, sem er lát Vigfúsar Jóns-
sonar. Sá atburður, sem Guð ber ábyrgð á, hefur valdið höfundi
mikilli sorg og hjartans kvöl. Með því að segja að enginn sonur
hafi harmað örlög foreldra eins og hann lát þessa vinar síns slær
höfundur á strengi tilfinninga og tengsla sem ljá kvæðinu strax í
upphafi ákveðinn blæ. Hann leiðir hugann að foreldrum Vigfús-
ar og að náinni vináttu höfundar við hinn látna, enda lcallar hann
sig bróður hans í yfirskrift erfiljóðanna.
2. Ljóðlínur 5-12. Þessi hluti er helgaður almennum hugleið-
ingum um lífið og hverfulleika þess, sem hljóta að vakna þegar
ungur maður fellur frá í blóma lífsins. Lögð er áhersla á and-
stæða þætti sem eru samofnir lífi manna og hversu tengdir þeir
eru eða stutt er á milli þeirra. Engin sæla er án böls. Ríkidæmi
og upphefð eru fallvölt og geta skjótt snúist í andhverfu sína,
þungbæra þrællcun og hlekki fátæktar. Á sama hátt endist æslc-
an stutt líkt og eldingin, og verður í tímans rás að hörmulegri
elli. Þessar vangaveltur hlýtur að mega túlka á þann veg að hin-
um látna hafi verið hlíft við ókostum langlífis með ótímabærum
dauða sínum.
3. Ljóðlínur 13-22. Sem svar við almennum hugleiðingum
sínum varpar höfundur fram spurningu um gagnsemi orða á
slílcri stundu og snýr með því aftur að því sérgilda. Hann fjallar
enn frekar um hinn látna og þann persónulega missi sem hann
hefur orðið fyrir, lcosti hins látna og eiginleika. Þegar minnst er
á það hversu hjartkær hann var foreldrum sínum gefst tækifæri
til að bera þá lofi sem sýnir okkur að kvæðið hefur einnig verið
ætlað þeim til vegsauka. í fjórum síðustu ljóðlínunum (19-22) er
vilcið að kristnu innræti Vigfúsar sem nú mun verða honum far-
sælt vegarnesti.
4. Ljóðlínur 23-28. í sannkristnum anda erfiljóða þessa tíma
er lokaorðunum beint að þeirri trú sem verða skal foreldrum
Vigfúsar til huggunar að nú njóti hann hinna sönnu gæða sem
eftirsóknarverðari eru hinu jarðneska lífi. Höfundur biður þess
að sér megi einnig veröa auðið að komast til himna. Séu menn
94