Ritmennt - 01.01.1998, Page 99
RITMENNT
VIGFÚS JÓNSSON SYRGÐUR
einlægir og hreinir í hjarta, íinna þeir Krist þar, hinn mikla auð
(ttXoutoc |iéyac, 1. 27), andstætt hinum jarðneslca fallvalta auði
(ttXoutoc aTnaToc, 1. 9) sem líta ber sömu augum og annað sem
veraldlegt er.
Lokaoid
Eklci er óeðlilegt að velta því aðeins fyrir sér hvers vegna þessi
erfiljóð eru á grísku, einkum ef haft er í huga að mun algengara
var að yrkja erfiljóð á latínu á þessum tíma. Mikill fjöldi erfiljóða
á latínu eftir íslendinga er varðveittur en erfiljóð Torfa eru hins
vegar þau einu á grísku sem komið hafa í leitirnar til þessa þótt
fleiri kunni að hafa verið til. Þessar kringumstæður eru okkur ef
til vill vísbending um það hvers vegna Torfi valdi grískuna.
Erfiljóð á grísku hafa tvímælalaust vakið meiri athygli en þau
sem samin voru á latínu. Allir sem lokið höfðu stúdentsprófi
áttu að geta ort á latínu en færri hafa líklega haft til að bera þá
grískuþekkingu að hún nægði þeim til að yrlcja á þeirri tungu.
Þess skal þó getið að ýmislegt bendir til þess að gríslcuáhugi hafi
verið með meira móti á þessum árum meðal íslenskra náms-
manna bæði á íslandi og í Kaupmannahöfn.8 Því kann vel að vera
að Vigfús Jónsson hafi verið góður grískumaður og kvæði á
grísku hafi af þeim sökum verið talið hinum látna lærdóms-
manni réttur virðingarvottur. Hins vegar má ekki gleyma því að
augu manna hafa ekki síður beinst að höfundi þessara óvanalegu
erfiljóða og lærdómi hans. Með þeim hefur hann eflaust áunnið
sér virðingu menntamanna og er eklci ósennilegt að einmitt þau
hafi átt drjúgan þátt í að festa í sessi það orð sem fór af gríslcu-
kunnáttu hans.
Lát Vigfúsar hefur vitanlega verið Jóni sýsiumanni og Sess-
elju lconu hans mjög sárt og hafa þau eðlilega viljað heiðra minn-
ingu hans eins vel og í þeirra valdi stóð. Eldri er hins vegar ljóst
hver átti frumlcvæðið að erfiljóðum Torfa og eklci er vitað hvort
8 Jón Vídalín (1666-1720), síðar bislcup í Slcálholti, orti t.d. lcvæði á gríslcu til
heiðurs Arngrnni (um 1667-1704) bróður sínum, sem var mikill gríslcumað-
ur, í tilefni dispútatíu sem hinn síðarnefndi lrélt i Kaupmannahöfn árið 1688
og birtist á prenti sama ár (Halldór Hermannsson (1922), bls. 105). Jón Ein-
arsson (um 1674-1707), konrelctor á Hólum, er og sagður hafa ort á grísku
(Páll Eggert Ólason III (1950), bls. 97).
95