Ritmennt - 01.01.1998, Page 100
SIGURÐUR PÉTURSSON
RITMENNT
Málverk af bræðrunum Þorláki og Vigfúsi Jónssonum sem var í Berufjarðarkirkju
en er nú varðveitt í Þjóðminjasafni Islands (Þms. 708. Mms. 5). Fangamörk, fæð-
ingar- og dánarár bræðranna, T.J., Nat: 1675, Obiit 1697; W. J., Nat: 1676, Obiit
1694, sýna að Þorlákur er til vinstri á myndinni en Vigfús til liægri. Á myndina
hafa verið málaðar eftirfarandi Ijóðlínur: Loflegra brædra lijking er / liost THOR-
LAKS og VIGFUSAR hier / Jonssona hvórier haat med nafn / hvijla nu sætt j
Kaupenhafn / j jurtagarde hvór ódrum hiá / helgrar Trinitatis kyrkiu aa. Neðst er
nafn höfundar, Hallg: J. S., sem vafalítið mun vera Hallgrímur Jónsson Thorlaci-
us (um 1679-1736), bróðir Þorlálcs og Vigfúsar, síðar sýslumaður í Berunesi.
Stærð málverlcs með ramma: 75 X 91,5 sm.
höfundur hafi hlotið einhverja umbun fyrir verk sitt þótt slíkt
kunni að hafa gerst. Ekki er ólíklegt að Jón sýslumaður hafi kost-
að prentun ljóðanna, ekki síst ef haft er í huga hvernig höfundur
víkur orðum að honum og konu hans og ágæti þeirra. En sjaldan
er ein háran stök því að rúmum tveim árum síðar, þ.e. í apríl
1697, urðu sýslumannshjónin fyrir öðrum sonarmissi. Þá lést
Þorlákur sonur þeirra í Kaupmannahöfn en þar hafði hann inn-
ritast við háskólann líkt og Vigfús bróðir hans. Ekki er vitað
hvort ort voru erfiljóð eftir Þorlák en málverk veglegt létu hjón-
in gera af þessum tveim sonurn sínum sem látist höfðu langt um
96