Ritmennt - 01.01.1998, Page 105
RITMENNT 3 (1998) 99-108
Vilborg Auóur ísleifsdóttir
íslendingar í Hamborg
á fyrri tíð
Árið 1995 kom út í Hamborg bókin Untersuchungen úber den Aufenthalt von
Islándern in Hamburg far den Zeitraum 1520-1662 (káputitill: Islánder in Hamburg
1520-1662) eftir Friederilce Christiane Koch. Þar er saman kominn mikill fróðleikur
um líf og starf íslendinga í Hamborg á fyrri tíð, afrakstur margra ára rannsókna elju-
samrar fræðikonu. Hér er greint frá höfundinum og tilurð bókarinnar, efni hennar
kynnt og sagt frá helstu niðurstöðum.
Menningarlegar og pólitíslcar hræringar
í Þýskalandi hafa jafnan verið íslend-
ingum örlagarílcar eins og atburðir sið-
skiptaaldar sýna. Segja má að það sem Lúth-
er og samverkamenn hans ræddu og rituðu
í Wittenberg á fyrri hluta 16. aldar hafi ver-
ið búið að umbylta íslensku samfélagi rælci-
lega á örskömmum tíma þegar um miðbik
aldarinnar. Stjórnkerfi Kristjáns III. Dana-
konungs og hugmyndafræði tólcu mið af
rannsóknum og útleggingum Lúthers og
Melanchthons á hinum helgu ritum og rit-
um siðbreytingarmanna um samfélagsmál í
Þýskalandi. Einnig hafði hann sér til hlið-
sjónar stjórnskipunarþróun í hinum þýsku
furstadæmum með vaxandi borgarsamfélög-
um, sem voru að hrista af sér lénsveldið og
þróa ný samfélags- og haglcerfi. Kristján III.
kallaði til Danmerkur lærdómsmanninn Jó-
hannes Bugenhagen frá Wittenberg og
samdi hann þegar árið 1537 kirkjuslcipan
fyrir hina lúthersku kirlcju í löndum Dana-
veldis.
íslenslcar þýðingar á ritum Lúthers, hvort
sem þau fjalla um guðfræði eða samfélags-
mál, hafa hins vegar borist íslenskum les-
endum treglega í aldanna rás. Formálar
Lúthers að hinum ýmsu bólcum biblíunnar
voru prentaðir í Nýja testamenti Odds
Gottskálkssonar og í Guðbrandsbiblíu.
Önnur höfuðrit Lúthers um guðfræðileg
efni hafa orðið að bíða betri tíma: Um frelsi
kristins manns kom út 1967, en ritið Um
góðu verkin birtist 1974. Rit Lúthers um
samfélagsmál hafa ekki verið þýdd á ís-
lensku enda vandséð hvort Islendingar hafi
nokkurn tírna grynnt nokkuð í svo torlesn-
um ritum sem An kaiserliche Majestát und
christlichen Adel deutscher Nation von des
christlichen Standes Besserung eða Von
weltlicher Obrigkeit, wie weit man ihr
Gehorsam schuldig sei, sem eru sprottin
99