Ritmennt - 01.01.1998, Side 110
VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR
RITMENNT
Staatsarchiv Hamburg (720 Plankammer 131-5).
St. Petrikirkjan í Hamborg. Litógrafía eftir Christian
Morgenstern, 1824. Til vinstri, við suðurinnganginn,
kapella St. Önnu bræðralags íslandsfara í Hamborg.
„íslendingar sem getið er um í bókum að
hafi dvalist í Hamborg". Þá fylgir tímatafla
„Um sögu íslandssiglinga frá Hamborg". í
bókinni er einnig að finna stutt yfirlit um
sögulega þróun frá upphafi fram til siglinga-
bannsins sem sett var á stjórnarárum Krist-
jáns IV. Danakonungs. Orðaslcrá hefur m.a.
að geyma margar skýringar á miðlágþýsk-
um orðum og er það lesandanum til mikils
hægðarauka. í umfangsmikilli heimildaskrá
er bókhaldsgögnum St. Önnu bræðralags ís-
landsfara í Hamborg og sjóðnum Islánd-
ische Casse lýst rækilega enda er þar urn
frumheimildir að ræða. Bókalistinn hefur
inni að halda meira en 450 titla. Þá eru
nafnaskrá, staðaskrá og atriðisorðaskrá. í
nafnaslcrá eru íslenskir menn skráðir með
nafni, föðurnafni og nafni afa síns.
Núpsmenn í Hamborg
Friederike Christiane Koch hefur gert um-
fangsmiklar ættartöflur þeirra fjölskyldna
íslenslcra, sem lcoma við sögu Hamborgar,
og er ættartala þeirra Núpsmanna í Dýra-
firði og umjöllun urn þá áhugaverðust, enda
stóð samband þeirra við borgina á gömlum
merg. ílentust nokkrir úr þeirri fjölskyldu
þar og eignuðust afkomendur. Með þessari
grein er birt mynd af skjaldarmerki Núps-
manna, sem tekið var upp í skjaldarmerkja-
skrá Hamborgar. Hans Danakonungur
(embættistíð 1481-1513) hafði slegið ætt-
föðurinn, Eggert Eggertsson, til riddara árið
1488. Kristján III. staðfesti aðalsbréfið til
handa Eggerti sonarsyni hans árið 1551.3 Er
ekki úr vegi að fara urn þessa fjölskyldu
nokkrum orðum, þar sem höfundi hefur
tckist að bæta umtalsverðu við þekkingu
manna á henni. Eggert þessi Eggertsson var
lögmaður í Víkinni, það er Osló, á seinni
hluta 15. aldar og í upphafi 16. aldar. Nafn-
ið Eggert var sjaldgæft í Noregi og á íslandi,
en samkvæmt bræðralagsbókum Skánarfara
bjuggu um þetta leyti allnokkrir menn með
nafninu Eggers eða Eggerdes í Hamborg og
nágrcnni, og er ritháttur nafnsins með ýmsu
móti.4 Hanncs (í-um 1530), sonur Eggerts,
3 íslenzkt fornbréfasafn VI. Reykjavík 1900-1904.
Nr. 564.
4 Staatsarkiv Hamburg. Berufliche Vereinigungen
612/2/3, Gesellschaft der Schonenfahrer, Bestand-
verzeichnis 9 und 29.
104