Ritmennt - 01.01.1998, Page 116
DAVÍÐ ÓLAFSSON
RITMENNT
Bókakista Gísla Konráðssonar.
Ljósm. H.B. - Landsbókasafn.
örnefni á bernskuslóðum hans sunnan undir Yatnajökli. Þór-
bergur lýsti því sjálfur á öðrum stað hvernig þverstæðir skap-
gerðarþættir tókust á innra með honum, raunhyggja og róman-
tískt æði, og sömu eðlisþættir einkenna dagbækur og notkun
þeirra í fræðilegum jafnt sem almennum tilgangi. Þar birtast
staðreyndir og skoðanir, viðburðir og viðhorf, það sem er mæl-
anlegt og teljanlegt og hitt sem maðurinn hugsar og skynjar.
Handritadeild Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns
geymir margvíslegar heimildir um líf og tilveru fóllcs hér á landi
sem lítt hefur verið hampað í sagnaritun síðari ára. Hér er átt við
persónuleg skrif fólks, gögn er varða það sjálft og hagi þess og
elcki eru orðin til í opinberum tilgangi. Þrír helstu floklcar slílcra
heimilda eru dagbækur, einkabréf og ævisögur eða endurminn-
ingar. Alls eru á slcrá í handritadeildinni dagbækur um 180 ein-
staklinga frá 18., 19. og 20. öld, og í þeim hópi eru mörg þekkt
nöfn úr íslandssögunni, en einnig alþýðufólk af ýmsu standi,
bændur og sjómenn, verkamenn, vinnumenn og lausamenn. Stór
hluti dagbókarritara var prestlærður, einkum á fyrri hluta tíma-
bilsins. Hlutföll kynja eru mjög ójöfn. Konur í þessum hópi má
telja á fingrum annarrar handar, og skrifa þær flestar á 20. öld.
dagbækur og annálar þess tíma kemur í ljós að þessi tvö form heimilda eru í
mörgu nátengd. Sjá Davíð Ólafsson: Að skrá sína eigin tilveru.
110