Ritmennt - 01.01.1998, Page 130
DAVÍÐ ÓLAFSSON
RITMENNT
munar sjö árum, en dagbækur hans ná yfir slceið ótrúlegra breyt-
inga í íslandssögunni, frá 1914-80.
Aður hefur verið nefnd Torfhildur Hólm slcáld, en hún ritaði
einu dagbókarbrot lconu sem varðveitt eru frá 19. öld í handrita-
deild Landsbólcasafns. Þótt Ellca Björnsdóttir hafi að lílcindum
elclci verið þelclct lcona á sinni tíð bregður nafni þessarar verlca-
lconu æ oftar fyrir þegar litið er til átalcatíma í Reylcjavílc á fyrri
hluta 20. aldar. Skýringin á því er dagbólc hennar frá árunum
1915-20 með lýsingum sjónarvotts og þátttalcanda í órólegu og
ört vaxandi bæjarfélagi.38 Segja má að í þeim fáu dagbólcum
lcvenna sem til eru í handritadeild Landsbólcasafns sé að finna
eins lconar þverskurð af samfélaginu þótt afar grófgerður sé. Auk
ofangreindra lcvenna, slcáldlconu sem dvaldist bæði vestan hafs
og í Reykjavík og hinnar reykvísku verkakonu, eru þar slcrif Ingi-
bjargar Hóseasdóttur sem hélt ítarlegar dagbælcur í Vesturheimi
frá 1915-53 og Sigurbjargar Halldórsdóttur (1856-1949), bónda-
lconu að Stuðlum í Reyðarfirði, sem hélt dagbólc 1920-46.39
Bókamenn og fræda
I yfirlitsgrein Ögmundar Helgasonar um hálfrar annarrar aldar
sögu handritadeildar Landsbókasafns má sjá nöfn flestra máttar-
stólpa deildarinnar fyrr og síðar, eins og vera ber í slílcri saman-
telct.40 Forsagan nær til presta og biskupa uns lærdómsmenn í
Kaupmannahöfn, undir forystu Jóns Sigurðssonar, lrlutuðust til
um að rílcið lceypti handritasafn Steingríms Jónssonar bislcups.
Til Landsbólcasafns var safnað handritum margra lielstu sona
landsins, embættismanna, lclerlca og vísindamanna, en þegar
nær dregur í tíma fer að bera á liðsinni til eflingar handritasafni
íslendinga úr annarri átt, með því að sjálflærðir fræðimenn og
sjálfslcipaðir lrandritasafnarar leggja því til afrakstur ævistarfs
38 Lbs 2234-2237 8vo - Dagbók Ellcu Björnsdóttur verkakonu í Reykjavík
1915-20. Sjá Elka Björnsdóttir: Elka, verkakona í Reykjavík; Elka Björnsdótt-
ir: Hvíta stríðið í máli og myndum; og Margrét Guðmundsdóttir: Alþýðu-
kona og listin.
39 Lbs 3815-3846 4to - Dagbók Ingibjargar Hóseasdóttur 1915-53. Lbs
4419-4421 8vo - Dagbók Sigurbjargar Halldórsdóttur frá Stuðlum í Reyðar-
firði 1920-46.
40 Ögmundur Helgason: Handritasafn Landsbólcasafns 150 ára.
124