Ritmennt - 01.01.1998, Page 133
RITMENNT
DAGBÆKUR í HANDRITADEILD LANDSBÓKASAFNS
Ljósm. H.B. - Landsbókasafn.
Bókastafli Halldórs og Níclsar
Jónssona.
Gunnlaugur Jónsson lióndi á Skuggabjörgum í Skagafiröi
(1786-1866) og Ólafur Eyjólfsson slcrifari á Syðra-Laugalandi í
Eyjafirði (1787-1858) eru dæmi um alþýðumenn sem vörðu tíma
sínum að meira eða minna leyti til bóklegrar iðju. Gunnlaugur
hóf að halda dagbók á vinnumennskuárum sínum, aðeins 15 ára
gamall. í rúma fjóra áratugi, frá 1801-45, færði hann stuttar
færslur í almanaksbækur sínar auk þess að skrá árlega töflur yf-
ir slysfarir, andlát, prestvígslur, útskriftir úr Reykjavíkurskóla
og fleira auk almenns yfirlits sem nýttist honum síðar til ritun-
ar aldarfarsbóka eða annála sem eru varðveittir í fleiri en einu
handriti.48 Ólafur Eyjólfsson dvaldist lengi hjá mági sínum, Sig-
fúsi Jónssyni bónda Syðra-Laugalandi, emkum við slcriftir að því
er virðist. Ólafur skrifaði upp gífurlegt rnagn af kveðskap, gjarn-
an eftir Sigfús, og liggja lrundruð liandrita af Jrví tagi í handrita-
deild. Ólafur hélt dagbækur frá 1812 til 1858, og telst efni þeirra
noldtuð hefðbundið auk þess sem fjallað er um skipakomur og
48 Lbs 1588 8vo - Dagbók Gunnlaugs Jónssonar 1801-54. Einnig eru varðveitt í
handritum Aldarfarsbók Gunnlaugs Jónssonar (Lbs 1273 8vo), Veðurbók
Gunnlaugs 1800-1853 (ÍB 841 8vo) og Aldarfarsbók Gunnlaugs 1801-66 auk
annála íslandsbyggðar (Lbs 1301 4to), Annáll íslands frá 874-1800 (Lbs 484
8vo) og íslands aldarfarsbók 886-1800 (JS 334 4to).
127