Ritmennt - 01.01.1998, Page 134
DAVÍÐ ÓLAFSSON
RITMENNT
síldveiðar nyrðra.49 í skrám handritadeildar segir að fyrsta bind-
ið sé þó með hendi Sigfúsar, og gæti það bent til þess að hann
hafi látið skrifara sinn halda dagbókina fyrir heimilið.
Bræðurnir Halldór og Níels Jónssynir frá Ströndum eru nú
orðnir nokkuð þelcktir fyrir dagbækur sínar og menntunar-
þorsta.50 Á stuttri ævi helgaði Halldór (1871—1912.) sig ritstörfum
þrátt fyrir menntunarskort og lítil efni, og lýsa dagbækur hans
vel hvernig bókmenntaþráin og lífsbarátta alþýðu manna mætt-
ust og tókust á á mótum tveggja alda.51 Halldór hélt dagbækur
frá 1888 til dauðadags, sem vinnumaður, lausamaður og bóndi,
og skráði auk þess hvað eina sem á huga hans leitaði í samtín-
ingsbækur, hélt úti handskrifuðu sveitarblaði, hafði aukatekjur
sem skrifari og stóð í bréfaskriftum við fjölda manna. Dagbækur
bróður hans, Níelsar, eru einnig viðamiklar, ná nær samfellt frá
1893-1934.52
Vafalaust má telja dagbækur Magnúsar Hj. Magnússonar
skálds og kennara (1873-1916) þær þekktustu sem handritadeild
geymir. Magnús öðlaðist eilífan sess í bókmenntasögunni sem
fyrirmynd Halldórs Laxness að Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi, og
má fullyrða að dagbækur hans gefi Heimsljósi furðu lítið eftir
hvað varðar óvægin örlög og mergjaðar mannlýsingar. Dagbæk-
ur Magnúsar frá 1893 til 1916 eru miklar bæði að vöxtum og
innihaldi, og hreinskilni hans veitir óvænta og óvenjulega sýn á
samfélag 19. aldar, og við njótum leiðsagnar manns sem er þar
utanveltu og rekst á hverja hindrunina af annarri.53
Aö lokum
„Gleymdur tími, er glataður jafnt ef hann finnst" sagði skáldið
Megas. í dagbókum má finna gleymdan tíma, en hann er jafn
glataður fyrir því, að eilífu horfinn. En hver svipur og skuggi
hjálpar, er efniviður í mynd okkar af fortíðinni, og þeir einstakl-
49 Lbs 1343-1347 8vo - Dagbók Ólafs Eyjólfssonar 1812-58.
50 Sjá Sigurður Gylfi Magnússon. Menntun, ást og sorg.
51 Lbs 1857-1866 8vo og Lbs 1675-1678 4to - Dagbók Halldórs Jónssonar
1888-1912.
52 Lbs 2503-2550 4to - Dagbók Níelsar Jónssonar 1893-96, 1899-1903 og
1905-34.
53 Lbs 2216-2234 4to - Dagbók Magnúsar Hj. Magnússonar 1893-1916.
128