Ritmennt - 01.01.1998, Page 146
Jónas Hallgrímsson
lcominn á Veraldarvefinn
Rílcisstjórn íslands samþykkti 16. nóvember 1995 að tillögu
menntamálaráðherra að sá mánaðardagur, fæðingardagur Jónas-
ar Hallgrímssonar, yrði framvegis dagur íslenskrar tungu.
Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 16. nóvember 1996, og
kaus Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn þá að helga hann
afhendingu á handritum Halldórs Laxness, og var af því tilefni
haldin fjölsótt samkoma í safninu.1
Á árinu 1997 var hins vegar að því komið að bókasafnið helg-
aði daginn þjóðskáldinu sjálfu, þegar liðin voru 190 ár frá fæð-
ingu þess. Var þá opnuð við hátíðlega athöfn í safninu vefsíða
með verlcum Jónasar Hallgrímssonar í enskri þýðingu eftir Ric-
hard N. (Dick) Ringler, prófessor í norrænum fræðum og ensk-
um miðaldafræðum við Wisconsinháskóla í Madison.
Af þessu tilefni hafði menntamálaráðuneytið boðið þeim
Dick Ringler og háskólabókaverðinum við bókasafn Wisconsin-
háskóla, Kenneth L. Frazier, hingað til lands, cn starfsfólk bóka-
safnsins hafði átt ríkulcgan þátt í gerð vefsíðunnar, og hún er
vistuð þar. Fluttu gestirnir báðir ávörp á samkomunni, og síðan
opnaði menntamálaráðherra Björn Bjarnason vefsíðuna, en hann
var þá staddur á Akurcyri, og var beint samband þangað um sjón-
varpsfundakerfi sem Póstur og sími hf. sá um og kostaði. Að því
búnu flutti Dick Ringler erindi þar sem hann skýrði rækilega
1 Sjá Ritmennt 2 (1997), bls. 127-40.
140