Ritmennt - 01.01.1998, Page 148
JÓNAS HALLGRÍMSSON KOMINN Á VERALDARVEFINN
RITMENNT
Margar stofnanir og einstaklingar á íslandi og erlendis lögðu
til það efni sem er að finna á vefsíðunni auk þýðinga Dicks
Ringler. Má þar nefna Landsbókasafnið, Stofnun Árna Magnús-
sonar, Ríkisútvarpið og Þjóðminjasafnið; upplesarana Anton
Helga Jónsson, Silju Aðalsteinsdóttur, Valgerði Benediktsdóttur
og Þorleif Hauksson. Listamenn og ljósmyndarar veittu heimild
til birtingar á verkum sínum.
Vefsíðan heitir fónas Hallgrímsson: Selected Poetry and
Prose, og vefslóðin er http://www.library.wisc.edu/etext/fonas/.
Uppsetning síðunnar og tæknilegur frágangur var í umsjá Peters
C. Gorman, starfsmanns tölvudeildar bókasafns Wisconsinhá-
skóla, en hann heimsótti Landsbókasafn sumarið 1997 til undir-
búnings verkefninu og dvaldist hér vikutíma.
Með opnun vefsíðunnar eru verlc Jónasar Hallgrímssonar í
fyrsta sinn kynnt fyrir hinum enskumælandi heimi. Það er mik-
ill fengur að því að íslensk menning slculi kynnt með þessum
hætti fyrir þeim sem geta nýtt sér möguleilta tölvutækninnar.
Efnið ætti að vera lcærlcomið öllum þeim sem hafa áhuga á ís-
landi, svo sem þeim sem eru af íslensku bergi brotnir, kunna lít-
ið í tungumálinu en vilja kynna sér verk þjóðskáldsins og nátt-
úrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar og þá þjóðfélagsumgjörð
sem hann hrærðist í.
Eins og öllurn þeim sem þekkja til verlca Jónasar Hallgríms-
sonar má vera ljóst er það ekki álrlaupaverk að færa þau í sann-
ferðugan búning á erlendri tungu. Þeirri glímu hefur prófessor
Dick Ringler lýst í einltar fróðlegri grein sem birtist framar í
þessu riti.
Einar Sigurðsson
Haraldur Sigurðsson
Minningarsýning
Landsbókasafn Islands - Háslcólabólcasafn minntist þess 4. maí
1998 að þá hefði Haraldur Sigurðsson bóltavörður orðið níræður,
en hann lést 20. desember 1995. Haraldur vann á hinu fyrra
Landsbóltasafni í yfir 30 ár og verður ávallt minnst sem eins
142