Ritmennt - 01.01.1998, Page 150
BÓKSÖGUHÁTÍÐ í LITÁEN
RITMENNT
Bóksöguhátíð í Litáen
í september 1997 var þess minnst í Litáen að 450 ár voru liðin
frá því fyrsta bókin var prentuó á litáíslcu. Það var lútherslcur
Catechismus eftir Martynas Mazvydas sem prentaður var í
Koenigsberg 1547. Af þessu tilefni var efnt til þriggja daga ráð-
stefnu við Vilniusháslcóla um litáíslcar bælcur í fortíð og nútíð.
Það var Vytautas Landsbergis prófessor og forseti litáíska þjóð-
þingsins Seimas sem setti ráðstefnuna með stuttu ávarpi þar
sem hann m.a. vék að bóklestri sínum á æskuárunum þegar
Skytturnar þrjár var uppáhaldsbólc hans. Tvo fyrstu daga ráð-
stefnunnar fluttu heimamenn og erlendir gestir fyrirlestra á
litáíslcu eða enslcu, sem túlkaðir voru jafnharðan, í tveimur sam-
hliða fyrirlestraröðum. Var annað þemað um bólcsögu en hitt um
ýmis atriði bókaútgáfu nútímans. Síðari hluta annars ráðstefnu-
dagsins var farið á bóksöguslóðir í norðvesturhluta Litáens,
heimsóttir prentstaðir og farið í lcirkjugarða að leiðum ýmissa
frumherja í bóksögunni. Komið var til balca til Vilnius að kvöldi
þriðja dags.
Undirrituðum var boðið að flytja erindi um samanburð á ís-
lenslcri og litáíslcri bólcsögu, og er slcemmst frá því að segja að
ýmislegt óvænt lcorn þar í ljós. Þrátt fyrir að ísland og Litáen séu
næstum því eins ólílc og hugsast getur og sameiginlegir sögu-
þræðir alls engir gerist margt í bóksögunni nær því samtímis í
þessum tveimur löndum. Upphaf íslenskrar bólcaprentunar 1534
er stundum borið saman við Danmörku þar sem prentun hófst
1482, Svíþjóð 1483 og Noreg 1643, upphaf bókaprentunar í
Litáen 1522 er aftur á móti borið saman við Lettland 1588 og
Eistland 1632. Hér eru það hins vegar ísland og Litáen sem eru
næst hvort öðru í tímanum.
Elclci nóg með það heldur var hvorug fyrstu bólcanna á móður-
máli, fyrsta bólcin sem prentuð var á íslandi, Breviarium Holen-
se, var á latínu og fyrsta bólcin sem prentuð var í Litáen var á
rússneslcu. Af litáísku bókinni er varðveitt eitt eintalc og er það
í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn, síðasta heila ein-
talcið sem vitað er um af Breviarium Holense fórst í brunanum
milcla 1728 í Kaupmannahöfn.
144