Ritmennt - 01.01.1998, Page 155
RITMENNT
ÉG ÆTLA AÐ BYGGJA MÉR HÖLL
ins. Stefán færði honum þegar eintak. Þegar faðir minn hafði
skoðað bókina sá hann að um var að ræða eigið eintak skáldsins.
Auk tölusetningar og áritunar hafði Stefán einnig ritað nafn sitt
á saurhlað bókarinnar. Þótti nú föður mínum vandast málið, en
aftur varð ekki snúið, og greiddi hann skáldinu eins mikið fyrir
bókina og hann taldi að misbyði ekki stolti hans. Stefán var hinn
glaðasti þegar þeir kvöddust og sagði að skilnaði: „Ég ætla að fara
að byggja mér höll í austurlenskum stíl." í þeirn töluðu orðurn
fór faðir minn, vitandi að meira yrði elcki sagt hversu miklu sem
við yrði bætt.
Við andlát föður míns 11. maí 1975 varð þessi bók mín eign,
og hef ég fært hana Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni
til ævinlegrar varðveislu.
Eiríkur Jónsson
A/ þettnrri lnik ern /imi/iaJ ‘J9li lölusell ein-
lök oij er þrlln ý/ einlakið.
Dagbók Atkinsons úr
íslandsferð 1833
Hinn 8. apríl 1998 var boðið upp hjá Sotheby's í London handrit
Englendings að nafni George Clayton Atkinson: Journal of an
Expedition to the Feroe and Westman Islands and Iceland,
Volume Two, 1833. Þar eð efni handritsins er áhugavert og varð-
ar ísland sérstaklega og handritið er aulc þess sérstalcur kjörgrip-
ur var álcveðið að bjóða í það fyrir hönd Landsbókasafns. Svo fór
að það var slegið safninu og hefur nú fengið safnmerkið Lbs 5225
4to.
George Clayton Atkinson (1808-77), sem var frá Newcastle,
kom til íslands sumarið 1833, 25 ára gamall, og ferðaðist um
landið, Vestmannaeyjar og suðvestanlands, í mánuð. Hann slcrif-
aði hjá sér minnisgreinar frá degi til dags og hugleiðingar um það
sem fyrir augu bar og þeir ferðafélagarnir tólcu sér fyrir hendur.
Einnig dró Atkinson upp myndir því hann var góður teiknari.
Þegar heim kom geklc Atkinson frá texta dagbókarinnar og var
lesendahópurinn sem hann hafði í huga fjölskylda hans og vinir.
Vel var vandað til við bókargerðina og fékk hann nafnkunna
149