Ritmennt - 01.01.1998, Síða 156
DAGBÓK ATKINSONS ÚR ÍSLANDSFERÐ 1833
RITMENNT
listamenn á Norður-Englandi (Thomas Miles Richardson og syni
hans, Thomas Miles yngri og George Richardson, og Henry Per-
lee Parlcer) til þess að gera vatnslitamyndir eftir skissum sínum
úr ferðinni. Myndirnar, sem eru listaverk hver um sig, voru fest-
ar inn í handritið. Það lcann að vera að Atkinson hafi hugsað sér
að gefa dagbókina út síðar en elckert varð af því enda sneri hann
sér brátt að öðrum hugðarefnum. Hann lét ganga frá handritinu
í tveimur snyrtilegum bindum, fyrra bindi um ferðina frá
Newcastle til Færeyja, seinna bindi um ísland. Bækurnar lágu
síðan óþekktar umheiminum í eigu Scott-fjölskyldunnar í Nort-
humberland uns árið 1989 að A.V. Seaton bjó þær til prentunar.1
Vatnslitamyndirnar í íslandsbólcinni, þ.e. seinna bindi, eru
fimmtán, að stærð um 16x23,5 sm hver. Þær sýna staði sem þeir
félagar komu á í ferðinni (flestar úr leiðangrinum til Þingvalla og
Geysis, þrjár úr Vestmannaeyjum, tvær frá Krísuvík og ein þar
sem horft er til Snæfellsness úr Reykjavík), nema þrjár fugla-
rnyndir (af húsönd, óðinshana og straumönd) sem eru eftir Atk-
inson sjálfan. Aulc þess fylgja í bókinni allmargar teikningar,
flestar í léttum dúr, eftir Atkinson.
Atlcinson var eklci alveg óreyndur í ferðalögum þótt ungur
væri. Hann hafði farió í leiðangur til Suðureyja (1831) og
Hjaltlandseyja (1832) og ritaði þá einnig dagbækur sem hann lét
ganga milli vina og vandamanna. Þær hafa ekki verið gefnar út
enn eftir því sem ég veit best.
Ferðafélagar Atkinsons voru frændi hans á svipuðum aldri,
William Coolcson, og William Proctor sem vikið verður að hér á
eftir. Það var faðir Cooksons sem bar kostnað af ferðinni, leigði
m.a. skip til að flytja þá. Þeir lögðu upp frá Newcastle 10. maí og
héldu með skipi til Edinborgar og þaðan sem leið liggur til Glas-
gow. Þeir lcomu til Stornoway á Suðureyjum 17. maí en urðu að
híða þar til 26. maí því farkosturinn reyndist ekki ferðbúinn.
Þeir komu til Færeyja 29. maí og stöldruðu þar við í nokkra daga
en sigldu að svo búnu til Islands (6. júní).
1 Atkinson, George Clayton. Journal of an Expedition to the Feroe and
Westman lslands and lceland 1833. Edited and introduced by A.V. Seaton.
Newcastle upon Tyne: Bewick-Beaufort Press, 1989. íslandshlutinn (volume
two), handritið sem hér um ræðir, er prentaður á bls. 88-173. Seaton ritar
ítarlegan inngang að útgáfunni og er það sem hér er sagt byggt á honum og
dagbókinni sjálfri.
150