Ritmennt - 01.01.1998, Page 158
DAGBÓK ATKINSONS ÚR ÍSLANDSFERÐ 1833
RITMENNT
Lbs
Proctor veður eftir fugls-
hreiðri.
C-‘_____'
4to.
ur. Sem fyrr vakti fuglalífið athygli þeirra á leiðinni en þrátt fyr-
ir góðan vilja tókst þeim ekki að koma auga á geirfugl er þeir
fóru fyrir Reykjanes.
Efni dagbókarinnar verður ekki rakið frekar hér og skal mönn-
um vísað á hina prentuðu útgáfu. Frásögn Atkinsons er öll í
heldur léttum og gamansömum dúr og má hiklaust mæla með
henni sem fróðlegri og skemmtilegri lesningu. Oft telcst Atkin-
son best upp þegar hann segir frá ýmsu smálegu og hversdags-
legu sem fyrir augu bar eða gerðist í ferðinni. Ekki komust þeir
félagar í kynni við marga íslendinga (nokkra þó), enda varla við
því að búast, en Atkinson er almcnnt jákvæður í garð lands-
manna þótt óneitanlega komi fyrir að honum sé nóg boðið að því
er varðar siði þeirra og hætti. Mestum tíma vörðu þeir í Reykja-
vík og nágrenni, fóru í stuttar ferðir til þess að kanna staðhætti
og huga að dýralífi og fylgdust sérlega grannt með fuglalífi. Þá
skutu þeir fugla sem þeir söfnuðu ásamt öðrum náttúrugripum
og reyndu án árangurs að veiða hreindýr. Dagana 16.-19. júní
fóru þeir í leiðangur til Krísuvíkur, og í annan leiðangur fóru þeir
22.-25. júní, til Þingvalla og Geysis. Þeir sigldu frá íslandi 10.
júlí og luku ferðinni í Newcastle 25. júlí eftir ellefu vikna
úthald.
Helsta yfirlýsta markmið íslandsferðarinnar var að safna nátt-
úrugripum, en Atkinson var áhugamaður um náttúrufræði,
einkum fugla, eins og fram kemur víða í ritinu, og jarðfræði.
Hafði hann áður lagt nokkuð af mörkum á því sviði. Sjálfsagt
hefur þó blanda af ævintýraþrá og rómantík átt sinn þátt í því að
hvetja þá félaga til íslandsfararinnar. Árið 1833 gat ísland varla
talist í alfaraleið enskra ferðamanna en áhugi þeirra var að
aukast á norðurslóðum. Það má sjá að fyrir ferðina hefur Atkin-
son kynnt sér eftir föngum frásagnir úr leiðöngrum fyrri íslands-
fara og hann heimsótti W.J. Hoolcer (sem lcom til íslands árið
1809 eins og kunnugt er) í Glasgow á leiðinni til íslands. Þrátt
fyrir það hvarflar óneitanlega stundum að lesanda bókarinnar að
það hefði mátt skipuleggja ferðina af meiri fyrirhyggju, og hefðu
þeir félagarnir þá getað nýtt tímann betur og ferðast meira.
Atkinson var af auðugu fólki kominn og áhrifamildu í héraði.
Hann sneri sér að stjórnmálum er heim kom, gerðist fógeti í
Newcastle, en fékk sig fljótt fullsaddan á þeim vettvangi og tók
við rekstri iðnfyrirtælcja í eigu fjölslcyldunnar, fékkst við við-
152