Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 2

Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 2
Til fróðleiks og skemmtunar Himinsmóðu Máninn tróð. Mökkinn hlóð á tinda. Báran óð um varir vóð, en Vafurglóðin rinda. Lagið Heims um ból. Þetta heimsfræga lag var fyrst sungið á jólum 1824. Lagið er Jiannig til orðið, að prestur að nafni Mohr kom dag einn til kennarans, Hans Gruber, og sýndi honum jólasálminn „Stille Nacht“, er hann hafði orkt. — Gruber, sem var tónskáld, varð svo hrifinn af sálminum, að hann settist þegar við hljóðfæri sitt, og samdi lagið, er eitt gerði hann heimsfrægan mann. Hans Gruber var fæddur árið 1787 í litlu þorpi, Hallein í Tyrol. Hann andaðist árið 1863. Milljónir manna hafa síðan sungið þetta yndislega lag á hverjum jólum siðan, og vafa- laust verður það sungið meðan nokkilr maður og þjóð heldur jól. Á þessu ári eru þvi 170 ár liðin frá þvi þetta fræga tón- skáld fæddist. Lóan fer eð breyta um bú, býst við kulda hretum, eftir sitjum eg og þú, ekki flogið getum. Kr. H. BreiSdal. Glæður. Andans sölna blóm á Björk. Breiðdal starir glæður í. Eru þetta eliimörk? Ekki vil eg trúa þvi. Vetur færir flest í dá, fræ und klaka lifa sæl. Lifið mikla auðlegð á undir landsins frera hæl. Þegar vorar vaknar ný von, er gróður þekur Mörk. Andans laupa læt ég í lauf, er falla’ af Skilnings- björk. Kr. H. BreiSdal. — ★ — Góð síldarmið. Arnarstapi í háan hrygg og Hólar i miðju kafi. Ekki er sildin afar stigg oft þó brugðizt hafi. (G.S. 1905). Esjan fri við Akrafjall, og eyðið í kafi að vestan, sagði gamall sjávarkall, síldar afla beztan. Amarstapi í hnúk, sem við köllum „miðhnúk”, og kemur inn uppi af Jöklinum þegar siglt er vestur í Jökuldjúpið, sem er olnbogi sem gengur inn milli Lóndranga grunnt og Kanta. Eyðið í kafi er sundið milli Lóndranga og Hólahóla. — ★ — ' Haust. Falla blóm um foldarvang, fækka gleðihljómar. Á lofti sólin lækkar gang, lúður haustsins ómar. Tímans rennur hjólið hart, haustar i sálu minni. Náttúrunnar skýra skart skyggir að þessu sinni. Brestur is er brennur sól, bæinn lýsir nótt, sem dag. Andinn rís, sem Ötta fól, orkt er visa i nýjan brag. Forsíðumyndin: er af Lambhússundi. — Tekin af GuSmundi Hannessyni Ijós- myndara. 25/8—1955, Gcir SigurSsson. Nýlega rakst ég á þessar vís- ur, er vinur minn Geir Sigurðs- son sendi mér 1955. Hann ritaði afbragðs hönd, en á þeim miða, er hér um ræðir, er hún farin að gefa sig dálitið, svo að ég er ekki alveg viss um að skýring hans á vísunum sé alveg rétt. Vona ég að hann geti enn leið- rétt þetta ef rangt væri með far- (Framhald á 3. kápusíSu). AKRANES XVI. árgangur. — Okt.—des. 1957. — 4- hefti. RitiS kemur út fjórum sinnum á ári, og kostar kr. 55.00 árg. — Útgefandi, ritstjóri og ábyrgSarmáS- ur: ÓLAFUR B. BJÖRNSSON. — AfgreiSsla: MiS- teig 2, Akranesi, Sími 8. — PrentaS i Prentverki Akraness h.f. — 206 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.