Akranes - 01.10.1957, Side 2
Til fróðleiks og skemmtunar
Himinsmóðu Máninn tróð.
Mökkinn hlóð á tinda.
Báran óð um varir vóð,
en Vafurglóðin rinda.
Lagið Heims um ból.
Þetta heimsfræga lag var fyrst
sungið á jólum 1824. Lagið er
Jiannig til orðið, að prestur að
nafni Mohr kom dag einn til
kennarans, Hans Gruber, og
sýndi honum jólasálminn „Stille
Nacht“, er hann hafði orkt. —
Gruber, sem var tónskáld, varð
svo hrifinn af sálminum, að
hann settist þegar við hljóðfæri
sitt, og samdi lagið, er eitt gerði
hann heimsfrægan mann.
Hans Gruber var fæddur árið
1787 í litlu þorpi, Hallein í
Tyrol. Hann andaðist árið 1863.
Milljónir manna hafa síðan
sungið þetta yndislega lag á
hverjum jólum siðan, og vafa-
laust verður það sungið meðan
nokkilr maður og þjóð heldur
jól. Á þessu ári eru þvi 170
ár liðin frá þvi þetta fræga tón-
skáld fæddist.
Lóan fer eð breyta um bú,
býst við kulda hretum,
eftir sitjum eg og þú,
ekki flogið getum.
Kr. H. BreiSdal.
Glæður.
Andans sölna blóm á Björk.
Breiðdal starir glæður í.
Eru þetta eliimörk?
Ekki vil eg trúa þvi.
Vetur færir flest í dá,
fræ und klaka lifa sæl.
Lifið mikla auðlegð á
undir landsins frera hæl.
Þegar vorar vaknar ný
von, er gróður þekur Mörk.
Andans laupa læt ég í
lauf, er falla’ af Skilnings-
björk.
Kr. H. BreiSdal.
— ★ —
Góð síldarmið.
Arnarstapi í háan hrygg
og Hólar i miðju kafi.
Ekki er sildin afar stigg
oft þó brugðizt hafi.
(G.S. 1905).
Esjan fri við Akrafjall,
og eyðið í kafi að vestan,
sagði gamall sjávarkall,
síldar afla beztan.
Amarstapi í hnúk, sem við
köllum „miðhnúk”, og kemur
inn uppi af Jöklinum þegar siglt
er vestur í Jökuldjúpið, sem er
olnbogi sem gengur inn milli
Lóndranga grunnt og Kanta.
Eyðið í kafi er sundið milli
Lóndranga og Hólahóla.
— ★ — '
Haust.
Falla blóm um foldarvang,
fækka gleðihljómar.
Á lofti sólin lækkar gang,
lúður haustsins ómar.
Tímans rennur hjólið hart,
haustar i sálu minni.
Náttúrunnar skýra skart
skyggir að þessu sinni.
Brestur is er brennur sól,
bæinn lýsir nótt, sem dag.
Andinn rís, sem Ötta fól,
orkt er visa i nýjan brag.
Forsíðumyndin:
er af Lambhússundi. — Tekin
af GuSmundi Hannessyni Ijós-
myndara.
25/8—1955,
Gcir SigurSsson.
Nýlega rakst ég á þessar vís-
ur, er vinur minn Geir Sigurðs-
son sendi mér 1955. Hann ritaði
afbragðs hönd, en á þeim miða,
er hér um ræðir, er hún farin
að gefa sig dálitið, svo að ég er
ekki alveg viss um að skýring
hans á vísunum sé alveg rétt.
Vona ég að hann geti enn leið-
rétt þetta ef rangt væri með far-
(Framhald á 3. kápusíSu).
AKRANES
XVI. árgangur. — Okt.—des. 1957. — 4- hefti.
RitiS kemur út fjórum sinnum á ári, og kostar kr.
55.00 árg. — Útgefandi, ritstjóri og ábyrgSarmáS-
ur: ÓLAFUR B. BJÖRNSSON. — AfgreiSsla: MiS-
teig 2, Akranesi, Sími 8. — PrentaS i Prentverki
Akraness h.f. —
206
AKRANES