Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 19
Arngrímur Fr. Bjarnason:
BRÆÐURNIR
að Núpí
í Dýrafirðí
S(ra SÍKtryggur Guðlaugsson.
Islenzka þjóðin -hefir átt marga ágæta
vökumenn á liðnum öldum og árum, og
ekki sízt þau 50 árin, sem iiðin eru af
tuttugustu öldinni. Þessir vökumenn hafa
hver á sinum stað og i sinu starfi aukið
lifsafl og lífslán þjóðarinnar. Bræðurnir
á Núpi i Dýrafirði standa framarlega í
]>eirri fylkingu. Þeir veittu forustu eða
fullan stuðning sérhverju góðu málefni.
Kristinn Gutilaugsson.
AKRANES
Voru hófstilltir menn og velviljaðir, og
jafn vígir og jafn fúsir til eflingar og
verndar :>ndlegri og verklegri þekkingu
og menningar. Þjóðlegir og þjóðræknir i
hezta lagi. Umhverfis þá og í sporum
þeirra -spratt fagur gróður, sem líklegur
er til inikilla nytja og langra þrifa. Þeir
lögðu háðir fram hug og hönd til þess að
skapa hið nýja Island, sem sjúga á þrótt
úr gömlum og sterkum rótum þjóðarerfða
og samlaga það nýjum tíma með tækni
verkvéla og bókvits, sem skapa á bjart-
ari lífsskilyrði en áður þekktust og kenna
okkur að elska og treysta á landið góða,
sem guð gaf okkur.
Eflaust metum við vökumennina aldrei
til l'ulls. Þeir eru salt jarðar. Postular
og kennarar um boðskap liins lieilbrigða
lífs, sem á sér hugsjónir og markmið, sem
á sér trú og traust, sem er reiðubúið að
fórna þegar með þarf og rétta fram hjálp-
andi hönd hvenær sem gott málefni
kallar.
Það eru einmitt þessi grundvallaratriði,
sem gera bjart í mannheimi, því að lífs-
starf þjóða og einstaklinga verður aldrei
metið né reiknað rétt í krónum eða ytri
])ægindum og ljóma. Mannssálin er sá
223
L