Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 30
sippi. Langa leið var farið eftir ánni frá
ósnum upp til bæjarins, þar var hún
mjög straumlítil, en eins og og breiður
fjörður, breiðari miklu en Hvalfjörður.
Hún fellur til austur landnorðurs. f
hana rennur úr öllum hinum miklu
vötnrnn, sem liggja fyrir norðan Banda-
fylkin og ótal margar ár stærri og
smærri. Af fandinu beggja megin Que-
beck, lá jámbrautin, sem farin var í
vestur útsuður, sunnanvert við Savras,
þar til miðja vegu frá Quebeck til On-
tario-vatns, sem áin fellur úr. Þar lá
brautin yfir ána á brú mikilli. Þá var
farið eftir dimmum göngum um stund,
á að geta sem stutt bæjarleið, til dæmis
frá Hallkelsstöðum að Kolsstöðum. Ofur-
lítil skima var þó oftast, því að smá
gluggar voru hingað og þangað til beggja
'hliða. Veggir og hvelfing voru einungis
úr jámi. Eftir að yfir brúna var komið,
lá vegurinn með ánni að norðanverðu, til
vesturs, litið til útsuðurs, svo í sömu átt
að norðanverðu við Ontario, langa leið,
þar fyrir vestan var komið að sogi einu,
sem lá þvert fyrir, milli tveggja vatna og
iféll í suður. Þar var eiinn bær hvoru
megin og ferja á milli til að ferja gufu-
vagnana. Á henni voru þrjár vagnbraut-
ir úr járni, ,svo að hún getur ferjað þrjár
lestir í einu og féll við brautirnar beggja
vegna á landi, henni var róið með gufu-
afli. Þaðan lá brautin í vestur að Michi-
ganvatni, en það liggur til norðurs og
suðurs. Yfir það var farið þvert í vest-
ur á gufuskipi til Milvaukee. Það er 21
míla dönsk og hér um bil þrisvar sinnum
eins langt. Að kvöldi dags, þann 18. júlí,
eftir að vera fjóra sólarhringa á jám-
braut, komum við hingað til okkar á-
kveðna staðar, eftir farsæla, langa ferð
(lof sé Guði). Tvisvar var á leiðinni skipt
um vagna, hvorutveggja sinni um mið-
nætti. Ómögulegt var neitt að skrifa sér
234
til minnis, af hristing í vögnunum, varla
heyrðist heldur mannsins mál fyrir
skrölti og skarkala í hjólun-um. Fyrsti
gufuvagninn okkar dró sjö vagna fyrir
utan kolavagninn, sem altíð er næstur.
Vagnarnir voru misjafnir að lengd, þeir
lengstu 21 alin, styztir 15 alnir, á breidd
rúmar 4 alnir. Stólar til beggja (handa)
hliða, en gangur í miðju, rúmlega fyrir
tvo að sitja á hverjum stól, tveir og tveir
sneru saman. Þar var ónæðissamt og
leiðinlegt að vera, ekkert rúm né legu-
bekkur, aðrir vagnar voru betri með, þeir
höfðu stóla með stoppuðum flossessum og
góðum rúmum, en þar hefur vist verið
dýrara að vera. Viða var lika óskemmti-
legt yfir landið að sjá, víða sást ekkert frá
sér fyrir óræktuðum skógum og þó var
ljótast að sjá nýhöggvin rjóður með sviðn-
um og brenndum stofnum og fúalurkum,
en í bili voru bæir fallegir. Yfir höfuð
virtist mér landið afar víð flatneskja og
rennislétt. Jarðvegurinn grunnur og
grýttur lengst af meðan vegurinn lá
yfir Canada, en er kom vestur yfir Sog-
ið, sem ég áður nefndi, ]>á kemur mað-
ur i Missiourifylki og þar með fyrst inn
i Bandafylkin. Þá var landið hólóttara og
jarðvegur meiri. Moldin litur út eins og
hvitur leir, sem ekki hrundi, þar sem
grafin vom göng fyrir jámbrautina, rúm-
lega mannhæð. Klettar og klappir eru
rauðgráar á lit, þó voru innan um lausa-
grjótið hnöllungsgrjót, öldungis eins og
á íslandi. Af íslenzkum grösum hef ég
ekki séð nema baldursbrá, vallhumar,
smá sóleyjar og skarififil. Baldursbráin
er Leggmjórri og hærri og blómhöfuðið
miklu minna og vesaldarlegra 'hérna,
lyktin ekki eins sterk, en óþæglegri og
væmnari, sama er um vaLlhumarinn að
segja. Það vantar mikið á, að hann hafi
eins sterka og þægilega lykt hérna, enda
AKRANES