Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 45

Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 45
með að allt hrynur til grunna hjá henni. Þetta var það, sem koma skyldi hjá rúss- neska aðlinum, og leikurinn er svipmynd úr einskisnýtu lífi aðalsfólks, sem eigi að síður býr yfii' miklum virðuleika. Það er ekki að undra, þótt það haíi þvælzt fyrir íslenzkum leikurum, að ná tökum á þessu leikriti. Hugsunarháttur- inn er of fjarlægur íslenzkum leikurum til þess að sennilegt sé, að þeir geti lifað sig inn i hugarástand þessa fólks. Arndís Björnsdóttir réði heldur ekki við hlutverk hefðarfrúarinnar, en eins hefði sennilega farið hjá flestum íslenzkum leikkonum, hvað helzt hefði ég treyst Helgu Valtýs- dóttur til þess að ná reisn aðalsfrúar- innar. Aðrir léikendur ba'ttu engu við sig i þessum leik, nema Lárus Pálsscn, hann skapaði ógleymanlegan, gamlan þjón. I.eikur Lárusar er með þvi bezta, scin hér hefur sézt, svo sönn var þessi trú- fasta manngerð, sem átti ekkert hlutverk i lifinu annað en þjóna þessari lánlausu fjölskyldu og deyja þegar hún var horfin af sjónarsviðinu. Lárus lék með svo miklum yfirburðum, að jafnvel þótt hann sneri baki við áhorf- endum dró baksvipur hans einatt athygli að sér, en tal og látæði þeirra, sem ætlazt var til að tekið væri eftir. Leikstjórn Walters Hudds var gla>sileg, sérstaklega var vel fyrir komið stöðu leik- enda á sviðinu, þegar þeir voru kallaðir fram af leikhúsgestum. * Cosi Fan Tutte. Gamanópera í tveim þáttum eftir Mozart. LeikritiS eftir Lorenzo da Ponte. í nóvembermánuði s.l. gerðist sá gleði- legi atburður, að Þjóðleikhúsið fékk hing- að óperu frá Wiesbaden á Þýzkalantii og flutti hún við góðan orðstír COSI FAN TUTTE eftir Mozart. Sinfóníuhljómsveit íslands lék undir, undir stjórn Arthurs Apelts, scm vafalaust er bráðduglegur hljómsveitarstjóri, a. m. k. minnist ég ekki eins góðs undirleiks hjá sinfóniu hlómsveitinni áður. Leikstjóri var Friedrich Schram, for stjóri ríkisleikhússins i Wiesbaden og verður ekki um það deilt. að leikstjórn hans hefur verið með miklum ágætum svo heilsteyptur var samleikur fólksins. Á sviði Þjóðleikhússins er sjaldgæft, að sjá svo þaulæfðan leik cg hlýtur því koma gestanna að vera olckar eigin mönn- um mikil hvöt til þess að gera betur i framtíðinni, því að efniviður er hér engu síðri en annars staðar. Raddir söngvar- anna voru að vísu yfirleitt góðar, en sízt betri en hjá okkar mönnum sumum. Það sem gerði gæfumuninn og skapaði glæsi- braginn var glaisilegur leikur, ekki fram- úrskarandi söngur. Þá voru leiktjöld mjög smekkleg, þannig að allt hjálpaði.st að svo sýningin mætti verða virkilegur leik- listarviðliurður í íslenzka skammdeginu. Þökk sé gestunum fyrir komuna og Þjóðleikhúsinu fyrir að hafa stuðlað að komu þeirra. ★ Grátsöngvarinn. Sjónleikur i þremur þúttum eftir Ver- on Sylvaine. ÞýSandi: fíagnar Jó- hannesson. Leikstjóri: Jón Sigur- hjörnsson. Leikfélag Reykjavíkur hóf leikárið að þessu sinni nteð ósviknum gamanleik eftlr enskan höfund. Höfundur hefur greini- lega fyrst og fremst viljað skemmta fólki og hafa ekki verið mislagðar hendur hvað það snertir. Auk þess hefur hann vafalaust viljað sýna fram á hversu einsk- isvirði sumt er, sem gefið er nafnið list, A K R A N E S 249
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.