Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 8

Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 8
er það ekki nóg, að aðeins fáeinir fræði- menn kunni skil á þeim, þótt prýðilegir séu. Allur þorri fólksins verður að þekkja helztu atriðin og skilja til nokk- urrar hlítar það bezta, sem á islenzku hefir verið ritað á öllum öldum. Sé ástæða til að ætla, að nú dragi óðrnn úr kynningu ungra Islendinga við is- lenzkan hókmenntaarf, þá er það full- komin nauðsyn, að beztu kaflarínir og kvæðin i bókmenntunum séu sem oftast höfð yfir opinberlega, í skólum, útvarpi, ritum og mannfundum. Jafnvel algeng- ustu atriðin er nauðsynlegt að minna á og fara með, menn verða að vera þess minnugir, að aldrei er góð vísa of oft kveðin. Leið fræðimannanna, brautryðj- endanna, verður ógreið að hug og hjarta þjóðarinnar, ef mikill hluti æskulýðsins er lítt kunnugur hæstu lindunum í menningarsögu liðinna alda og hefir jafn- vel ýmugust á fornum gullaldarbók- menntum lands síns. Það er vegna þess, að ég ætla að ræða hér nokkuð um tvö löngu liðin skáld, en ekki vegna þess, að ég telji mig hafa neitt nýtt fram að færa í fræðilegu tilliti. Ég ætla að minna á tvo höfunda frá siðskiptaöld. Ég tel það víst, að mörgum kunni að þykja það býsna óheppilegt og fjarlægt að leita sér efnis í alþýðlega tiinarits- grein aftur á 16. og 17. öld. í augum margra eru bókmenntir þess tímabils djngja þurrlegra og úreltra guðsorða- bóka og flest óaðgengilegt nútimamanni, þegar sleppir verkum stærstu .snillinga eins og Hallgríms Péturssonar. En þessi skoð- un er ekki með öllu réttmæt. Það sýna oss einmitt dæmi þeirra tveggja klerka, sem ég bendi nú á: séra Sigfúsar Guð- mundssonar í Kinn og séra Einars Sig- urðssonar í Eydölum. En í kvæðum beggja þessara manna má mjög víða finna hin sígildu sannindi mannlegra til- 212 finninga, sem breytast ekki, þótt aldir líði, kynslóðir komi og fari, hugsunar- háttur og aldarfar breytist. Það er sam- eiginlegt með þeim, að báðir eru þeir prestar, að mestu leyti samtímamenn, og báðir kynntust örbirgð og bágindum, þótt annar þeirra kæmist í betri kjör síðari hluta ævinnar. Báðir voru miklir trú- menn, en virðast báðir hafa hneigzt til þess að túlka skoðanir trúar og kirkju með meiri mildi en flestir aðrir höfundar þessa tímabils. Það hefir annars ekki verið auðvelt á þeim timum að vera hvort tveggja í senn, skáld og prestur. Annars vegar var hinn alþýðlegi kveðskapur, ekki að sama skapi auðugur ag yrkisefnum sem hann var það að formum og dýrum háttum, — mestmegnis rímur. En þessi kveðskapargrein var alin upp með þjóð- inni sjálfri og átti djúpar rætur með henni. Hins vegar var svo hin þröng- sýna og kröfuharða siðskiptakirkja á upp- vaxtarárum sínum og vildi helzt, að all- ur kveðskapur og bókmenntaiðja lytu sér einni og heilagri þrenningu. Fulltrúi þessarar kirkju var á dögum þeirra Sig- fúsar og Einars Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum, einn áhrifamesti kirkju- höfðingi á íslenzkum biskupsstóli fyrr og síðar. Hami fylgdi stefnu kirkjunnar fast fram og einbeitti kröfum sínum gegn veraldlega kveðskapnum, afmorsvísum og brunakvæðum, eiiis og hann komst að orði. Hann hafði vald á eina prentverki landsins og gaf út fjölda vandaðra guðs- orðabóka. En alþýðukveðskapurinn stóðst hin liörðu axarhögg biskupsins. Hann var trefjaseigari en svo, að hann brysti við. Og þá var það, að herra Guðbrandur sýndi hvert mikilmenni hann var. tlann var kröfuharður, en hann var enginn kot- ungssál. Hann vildi heldur hálfan sigur en engan sigur. Haim greip til þess úr- ræðis að gefa út bók með ýmsum andleg- AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.