Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 55

Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 55
er kominn ])angað Helgi Jóhannesson sjó- maður, f. í Bakkagerði í Jökulsárhreppi á Fljótsdalshéraði, og kona hans, Stefanía Guðlaugsdóttir, :f. á Spákonufelli í Húna- vatnssýslu. Einnig sonur þeirra, Guðlaug- ur Valdemar, f. í Reykjavík. Þau komu hingað frá Norðfirði og hafa átt hér heima síðan. Þau hafa verið hér viðar, en eiga nú heima á Suðurgötu 117. Árið 1938 er þar Valbjörg Kristmunds- dóttir og sonur hennar, Emil Pálsson, f. í Reykjavik. Valbjörg er f. á Laugalandi við Isafjarðardjúp 10. janúar 1910. For- eldrar: Edilriður Pálsdóttir og Kristmund- ur Guðmundsson. Hún var alin upp á Fremmri-Brekkum i Saurbæ í Dalasýslu. Systkini hennar eru: a) Steinunn Krist- mundsdóttir, gift Stefáni Jónssyni sinið i Keflavík, h) Hjörtur Kristmundsson, skólastjóri við Háagerðisskóla í Reykja- vík, kvæntur Einuru Jónsdóttur, c) Steinn Steinarr skáld, kv. Ásthildi Björns- dóttur, prests Stefánssonar frá Auðkúlu. Emil, sonur Valbjargar, er sonur Páls Þorleifssonar úr Grundarfirði. Emil varð stúdent úr Verzlunarskólanum 1953, kvæntur Elínu Jónsdóttur Bergsteinssonar úr Hafnarfirði. Þau eru búsett i Keflavik. Börn þeirra: Valur, Björgvin og Halldóra. Valbjörg kom hingað til Akraness 1932 frá Reykjavik, en hafði áður verið í Garð- inum. Hún var hér fyrst á Lundi, svo á Jaðri, Kúludalsá og Melshúsum. Nú (t957) á hún heima á Vesturgötu 10. Valbjörg er vel greind og hagmælt. Árið 1939 er hér Pétur Sigurðsson, f. í Neðri-Tungu í Fróðárhreppi, og kemur hingað frá Suður-Bár í Eyrarsveit. Kona hans er Guðríður Kristjánsdóttir f. i Nóa- búð í Eyrarsveit. Þá eru hjá þeim þessi börn þeirra: Aðalsteinn, Ingibjörg, Krist- ján og dóttir óskírð. Árið 1940 eru hér Ingvi Guðmunds- son og kona hans, Sigríður Á. Ásgeirs- dóttir. Þar eru einnig foreldrar konunn- íir, Ásgeir Björnsson, f. á Barði i Reyk- holtsdal og Sigríður Sveinsdóttir, f. á Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. Ingva verður síðar getið í sambandi við hús hans við Suðurgötu. Ingvi er í Aðalbóli árin 1941, '42, ’43 og '44. Árið 1945 eru í Aðalbóli systkinin Jó- hannes Einarsson, 68 ára, og Kristrún Einarsdóttir, 70 ára. Jóhannes er f. i Bakkakoti í Stafholtstungum 24. mai 1877. Foreldrar: Einar Jónsson og Karítas Sigurðardóttir, hjón i Bakkakoti. Foreldr- ar Einars voru: Jón Þórðarson bóndi í Stafholtsey Arason, en kona Jóns Þórðar- sonar var Agatha Árnadóttir, Sæmunds- sonar í Munaðarneskoti og i Bakkakoti. Faðir Karítaisar var hins vegar Sigurður Einarsson Ámundasonar, bónda á Glit- stöðum og víðar og kona hans Kristrún Einarsdóttir, bónda í Bæ og viðar, Snorra- sonar, prests á Húsafelli, Bjömssonar í Höfn, Þorsteinssonar. Systir Karítasar var Guðrún Sigurðar- dóttir, sem bjó á Lambastöðum á Mýr- um. Hennar maður var Magnús Sigurðs- son, sem drukknaði i Reykjavikurferð. Þeirra synir: 1. Sigurður bóndi á Stórafjalli i Borgar- hreppi. Hans börn: Einar, nú bóndi á Stórafjalli. Magnús, lögregluþjónn i Reykjavik. Sigríður, ekkja Tómasar Jónassonar í Sól'heimatungu, og Guð- rún, verzlunarstúlka i Reykjavik, dá- in þar 1956. 2. Magnús bóndi á Gunnarsstöðum í Hörðudal í Dalasýslu. Albróðir Einars Jónssonar i Bakkakoti var Ámi Jónsson, sem lengst bjó í Flóða- tanga í Stafholtstungum — lengi Stykkis- hólmspóstur —. Hans dóttir er Sólveig, sem nú býr á Mánabraut 9 hér i bæ. Hennar maður var Guðjón Kjartamsson. sem einnig bjuggu lengi á F’lóðatanga. 259 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.