Akranes - 01.10.1957, Page 55
er kominn ])angað Helgi Jóhannesson sjó-
maður, f. í Bakkagerði í Jökulsárhreppi
á Fljótsdalshéraði, og kona hans, Stefanía
Guðlaugsdóttir, :f. á Spákonufelli í Húna-
vatnssýslu. Einnig sonur þeirra, Guðlaug-
ur Valdemar, f. í Reykjavík. Þau komu
hingað frá Norðfirði og hafa átt hér
heima síðan. Þau hafa verið hér viðar, en
eiga nú heima á Suðurgötu 117.
Árið 1938 er þar Valbjörg Kristmunds-
dóttir og sonur hennar, Emil Pálsson, f.
í Reykjavik. Valbjörg er f. á Laugalandi
við Isafjarðardjúp 10. janúar 1910. For-
eldrar: Edilriður Pálsdóttir og Kristmund-
ur Guðmundsson. Hún var alin upp á
Fremmri-Brekkum i Saurbæ í Dalasýslu.
Systkini hennar eru: a) Steinunn Krist-
mundsdóttir, gift Stefáni Jónssyni sinið i
Keflavík, h) Hjörtur Kristmundsson,
skólastjóri við Háagerðisskóla í Reykja-
vík, kvæntur Einuru Jónsdóttur, c)
Steinn Steinarr skáld, kv. Ásthildi Björns-
dóttur, prests Stefánssonar frá Auðkúlu.
Emil, sonur Valbjargar, er sonur Páls
Þorleifssonar úr Grundarfirði. Emil varð
stúdent úr Verzlunarskólanum 1953,
kvæntur Elínu Jónsdóttur Bergsteinssonar
úr Hafnarfirði. Þau eru búsett i Keflavik.
Börn þeirra: Valur, Björgvin og Halldóra.
Valbjörg kom hingað til Akraness 1932
frá Reykjavik, en hafði áður verið í Garð-
inum. Hún var hér fyrst á Lundi, svo á
Jaðri, Kúludalsá og Melshúsum. Nú
(t957) á hún heima á Vesturgötu 10.
Valbjörg er vel greind og hagmælt.
Árið 1939 er hér Pétur Sigurðsson, f.
í Neðri-Tungu í Fróðárhreppi, og kemur
hingað frá Suður-Bár í Eyrarsveit. Kona
hans er Guðríður Kristjánsdóttir f. i Nóa-
búð í Eyrarsveit. Þá eru hjá þeim þessi
börn þeirra: Aðalsteinn, Ingibjörg, Krist-
ján og dóttir óskírð.
Árið 1940 eru hér Ingvi Guðmunds-
son og kona hans, Sigríður Á. Ásgeirs-
dóttir. Þar eru einnig foreldrar konunn-
íir, Ásgeir Björnsson, f. á Barði i Reyk-
holtsdal og Sigríður Sveinsdóttir, f. á
Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. Ingva
verður síðar getið í sambandi við hús
hans við Suðurgötu. Ingvi er í Aðalbóli
árin 1941, '42, ’43 og '44.
Árið 1945 eru í Aðalbóli systkinin Jó-
hannes Einarsson, 68 ára, og Kristrún
Einarsdóttir, 70 ára. Jóhannes er f. i
Bakkakoti í Stafholtstungum 24. mai
1877. Foreldrar: Einar Jónsson og Karítas
Sigurðardóttir, hjón i Bakkakoti. Foreldr-
ar Einars voru: Jón Þórðarson bóndi í
Stafholtsey Arason, en kona Jóns Þórðar-
sonar var Agatha Árnadóttir, Sæmunds-
sonar í Munaðarneskoti og i Bakkakoti.
Faðir Karítaisar var hins vegar Sigurður
Einarsson Ámundasonar, bónda á Glit-
stöðum og víðar og kona hans Kristrún
Einarsdóttir, bónda í Bæ og viðar, Snorra-
sonar, prests á Húsafelli, Bjömssonar í
Höfn, Þorsteinssonar.
Systir Karítasar var Guðrún Sigurðar-
dóttir, sem bjó á Lambastöðum á Mýr-
um. Hennar maður var Magnús Sigurðs-
son, sem drukknaði i Reykjavikurferð.
Þeirra synir:
1. Sigurður bóndi á Stórafjalli i Borgar-
hreppi. Hans börn: Einar, nú bóndi á
Stórafjalli. Magnús, lögregluþjónn i
Reykjavik. Sigríður, ekkja Tómasar
Jónassonar í Sól'heimatungu, og Guð-
rún, verzlunarstúlka i Reykjavik, dá-
in þar 1956.
2. Magnús bóndi á Gunnarsstöðum í
Hörðudal í Dalasýslu.
Albróðir Einars Jónssonar i Bakkakoti
var Ámi Jónsson, sem lengst bjó í Flóða-
tanga í Stafholtstungum — lengi Stykkis-
hólmspóstur —. Hans dóttir er Sólveig,
sem nú býr á Mánabraut 9 hér i bæ.
Hennar maður var Guðjón Kjartamsson.
sem einnig bjuggu lengi á F’lóðatanga.
259
AKRANES