Akranes - 01.10.1957, Síða 36

Akranes - 01.10.1957, Síða 36
CegiÓ bréf af anganesi Góði kunningi. Einixvern tíma varst þú að nefna við mig, að senda „Akranesi" linu héðan, en þeir, sem segja oftast: „Heimiur versn- andi fer“, halda því fram, að meira fjölgi loforðum en efndum. Þetta ler því til- raun min lil að afsanna þessa kenningu. Ef þeir, sem ókunnir eru hér nyi’ðra, heyra nefnt eitthvað á Langanesi, mun helzt í minni þeirra þaðan, og nokkuð að vonum, Skálar, útgerðar- og verzlimar- staðurinn, sem fyrir tiltölulega fáum ár- um taldi um 300 ibúa. Nú er þar eng- inn maður, og aðeins eitt hús uppi stand- andi. Um eyðingu þessa staðar, eiganda þessa húss og jarðarinnar eða aðrar minn- ingar þaðan, á þetta bréf ekki að fjalla, þótt nóg bréfsefni væri það út af fyrir sig. Hinum megin, tnorðan á nesin, er ein- asta byggðin þar út frá, Skoruvik, en þar býr aðeins vitavörðurinn með fjöl- skyldu sína, Hann mun kannast við sig þar, því að faðir hans bjó þar i 54 ár. Þó að ég viti vel, að þú og aðrir eigi kost á að líta á kort, ætla ég samt að klippa nesið úr korti mínu og láta fylgja þessu, svo Ijósara sé hvar sá staður er, sem frá skal sagt. HeiSarfjall. Hvar er það? hafa svo margir spurt. Heiðarfjall er um 800 feta hátt yfir sjáv- armál, nokkuð flatt að ofan. Austurbrún þess, er snýr að Bakkaflóa, er bröttust, er þar naumast gengt niður og kletta- skriður i sjó fram á kafla. Við norð-aust- ur horn þess er bærinn Hrollaugsstaðir, einasti vörðurinn þeim megin. Á hann gjörði Ægir konungur sprengjuárás 1941, er vindur stóð á land dag eftir dag og viku eftir viku, og tundurduflin bárust að, svo að nærri lá keðjusprengingum stundum, og felldi loks bæinn og skall þar hurð nærri 'hælum ineð fólkið, en það er enn önnur saga, sem vel ætti sam- leið með Skálaminningunni. Að sunnan er fjailið ekki eins bratt og er þar fagurt að sjá niður Eiðisvatnið, sem sker nesið að nokkru í sundur. Bær- inn Eiði er á vatnsbakkanum undir rót- um fjallsins, en Ártúri nýbýli í bakkan- um á móti í rótum fjallsins Nausta, eða norðausturhluta Fagradalsfjalls. KibiS. Mjótl malarrif, Eiðið, skilur sjó og vatn og er á einum stað ós í gegn. Rétt innan hans gjörði bóndi einn, er á Eiði bjó um síðustu aldamót, 'hólma, á þann 'hátt, að aka grjóti og möl út á ís vatns- irrs á vetrum. Þar leru nú sögð um 300 æðarhreiður, og fer þar saman nytsemi og fegurð, og vairi gott ef hver einn okk- ar gæti látið svo góðan minnisvarða geyma minningu sína. Norðvestan í fjallinu er stórbýlið Heiði, nú í eyði, þótt up])i standi hús. Ur Heiðarlandi var Heiðarhöfn byggð á mararbakkanum fram á nesi og er þar löggilt höfn. Þar býr ein fjölskylda nú. Hrognkelsaveiði er þar mjög mikil, en víst lítið nýtt af grásleppunni a.m.k. nema hrognin. 240 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.