Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 9

Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 9
um kvæðum, þótt ekki væru sálmar, tók meira að segja einstaka kaþólskt helgi- kvæði með og tók upp rímnaformið í þjónustu trúarinnar. Þannig vildi hann snúa vopnunum í liöndum veraldlega kveðskaparins. Biblíurímurnar i þessari Vísnabók Guðbrands biskups, sem kom út 1612, eru einmitt að niiklu leyti eftir séra Einar í Eydölum. og margl annað hefir hann ort í Vísnabókina. Séra Sig- fús var að vísu látinn, þegar húai kom út, en þar eru þó mörg kvæði hans. Aldarandinn og þessi stefna Guð- brands biskups hafa eflaust sett mark sitt á kveðskap þessara tveggja skálda. Það er sagt um séra Einar, að þrítugur hafi hann heitið því að yrkja jafnan upp frá því eingöngu andleg og guðræki- leg ljóð og hefir hann líklega haldið það heit, en hann varð fjörgamall og orti feikn. En Jjrátt fyrir þennan þrönga stakk er margt í skáldskap þessara manna furðvi skiljanlegt og skemmtilegt fyrir nú- timamann, sem les með alúð. Um séra Sigfús Guðmundsson vitum vér nú ekki mikið, margt er orðið óljóst í ævisögu hans. En um þau efni er hægt að fræðast töluvert af kvæðum hans, þótt slíkt verði seint staðfest með ártöl- um. Hann hefir liklega verið orðinn full- tíða maður, þegar siðaskiptin komust á norðanlands. Hann mun lengst af hafa verið prestur að Stað í Kinn og þar and- aðist hann 1597. Af fornum gögnum má sjá, að hann hefir alla sína tíð verið mjög fátækur, og kemur það engum á óvart, sem lesið hefir kva'ði hans, því að þótt séra Sigfús hafi verið trúaður maður og setji í kvæðum sínum alla von á hand- leiðslu drottins, þá er það lika bert, að hann hefir átt erfitt með að sætta sig við örðug og þröng lífskjöi, þó að allt slikt væri á þeim tímum talið frá guði eigi síður en velgengni og auðsæld. Sums staðar í kvæðum hans er ekki laust við beiskju i garð þeirra, sem sitja með yfir- gangi yfir rétti þeirra, sem minni máttar eru. Það sýna meðal annars eftirfarandi erindi úr kvæði hans, „Hversu lukkan misfellur mannkindunum": N11 má heyra ujn Jijóðstig þann, ]>iið var fyrst ég minnast kanti, I eymdum lifði margur mann, og mál er að linni. Sumir áttu góss og gull, gildan auð og liúsin full, aðrir fundu frost og sull og fengu hveigi inni, undu sér við eymd og sút, ævin þeirra gekk svo út, og mál er að linni. Sumir höfðu svo margt bú, að setja varð í eyði ]rrjú, en annar hvorki hund né kú hafði á ævi sinni, kot fékk enginn félaus mann, fór svo upp á almúgann, og mál er að linni. Sumir höfðu svoddan þrótt, þeir sátu og drukku fram á nótt, en aðrir lágu í sæng með sótt, sá var háskinn minni, hvar sem nokkur datt cður dó, dárinn margur að því hló, og mál er að linni. Sumir prestar hófust hér á liofgarðana ólærðir, en aðrir iétu líka sér að liggja á gæruskinni, svo var brotið bræðralag, bívisast það enn í dag, og mál er að linni. I! ‘ Sumir gátu ekki átt afkvæmið, svo lifði nátt, <ið færðu fólkið smátt fram á handbjörg sinni, l íkiskvenna kisturnar komu þeim ekki að gagni par, og mál er að linni. AKRANES 213
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.