Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 21

Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 21
Sigurði Stefánssyni i Vigur 1919, og hafði hana á hendi til 1947 eða óslitið í 28 ár. Störf Kristins á Núpi fyrir búnaðar- samband Vestfjarða er heill kapítuli út af fyrir sig, sem hér verður ekki rak- inn. En á það skal minnt, að Kristinn sýndi þar ljóslega, hvað áhugamaður get- Ur gei't í svo kallaðri aukavinnu eða yfir- vinnu. Hann ferðaðist milli búnaðarfé- laganna á sambandssvæðinu meira og minna flest árin; ritaði fjölda bréfa; færði bækur og skýrslur; tók mikinn þátt í fundum og námskeiðum á vegum sam- bandsins og í þágu þess, og skrifaði fjölda greina um búnaðarmálefni í blöð og tíma- rit. Fátt sýndi jafn glöggt, að Kristinn var óvenjulegur afkastamaður til félags- legrar starfsemi og munu þeir næsta fá- ir, sem staðið gætu honum jafnfætis á því sviði. En þrátt fyrir öll aukastörfin, búannir á stóru heimili og margvisleg sveitastjórn- arstörf gaf Kristinn sér o'ftast nokkra stund til ])ess að sinna öðrum hugðarefn- um og þá fyrst og frernst að syngja frá sér stritið og ys og þys dagsins og láta hugann reika ofurlítið við bundið og óbundið mál. Kristinn átti lika oftast stund fyrir bindindisstarfið. Ef ekki var annað til þótti sjálfsagt að stytta hvíldar- tímann þess vegna. Honum var það nauðsynlegt, að liafa svo til daglega jöfn- um höndum verkefni fyrir likama og sál. Því var það að þessi bammargi einyrkja- bóndi fékkst við næsta fjölbreytt verk- efni, Hann orti veraldleg ljóð og sálma; samdi leikrit, sögur og sönglög; hélt uppi söngæfingum og annaðist lengst af orgelleik í sóknarkirkju sinni. 1896 keypti Kristinn höfuðbólið Núp í Dýrafirði af Kristjáni Oddssyni, bróður Gísla í Lokinhömrum. Þótti mörgum stórt í ráðizt af efnahtlum ómegðarmanni. En þetta réðist vel. Kristinn fékk þar vildis- jörð, sem veitti honum næg framtíðar- verkefni. Frumbýlingsárin urðu að von- um erfið, en með sameiginlegu átaki eig- inkonu og efnilegra barna réðist vel fram úr öllu. Þótt l)úið væri ekki stórt var það farsælt og hýbýlabragur allur með miklum myndarskap. Enn er ógetið ýmissa starfa Kristins á Núpi, og meðal annars í verzlunarmál- um sveitar sinnar og Dýrafjarðar i heild. Sá þáttur sýndi Ijóslega, að Kristinn kunni að bíða til þess að sigra. Hann hafði margsinnis tekið þátt í eða haft for- göngu um verzlunarsamtök Dýrfirðinga, og orðið að horfa á þau liðast sundur, ýmist strax i fæðingunni eða eftir stutt- an reynslutíma. Hann gafst samt ekki UPP5 °g beitti sér ásamt öði-um fyrir stofnun kaupfélags Mýrahrepps með að- setri á Þingeyri 1919. Þetta félag varð svo samvinnufélag fyrir sveitirnar báðum megin fjarðarins og nefnist síðan Kaup- félag Dýrfirðinga, og hefir lagt ifram mikilsverðan stuðning og forgöngu til eflingar atvinnu á sjó og landi. Krist- inn var formaður félagsstjórnarinnar frá upphafi til dánardægurs, og félagið heiðr- aði störf hans og minningu með því að kosta útför hans að öllu leyti, sem fór fram að Núpi i september ]). á., að við- stöddu miklu fjölmenni Dýrfirðinga og viðsvegar af Vestfjörðum. Kristinn and- aðist i Reykjavik 4. sept. 1950, að af- loknum uppskurði. Svo sem nærri má geta gegndi Krist- inn fjölda opinberra starfa fyrir sveit sína og sýslu. Hann átti jafnan sæti í hreppsnefnd og var oftast oddviti hennar. Sýslunefndarmaður var Kristinn frá 1924 —1942, og fulltrúi á þing- og héraðs- málafundum Vestur-fsfirðinga frá 1893— 1950, að einum fundi undanskildum. Á Búnaðarþingi sat Kristinn sem fulltrúi Á K R A N E S 223
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.