Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 29

Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 29
til útsuðurs irm langan fjörð. — 1 gær- dag sást hver nokkuð stór, framundan firðinum. I austur er Nýfundnaland, við- líka stórt og Island. Að norðanverðu við það er sund eitt, milli þess og meginlands. Gegnum það sund, er á kortinu dregin bein lína frá Glasgow til Quebeck i Canada, sem er nálægt. Bandafylkjunum að norðvestan, en þessi leið var þó ekki farin, því að skipstjórar voru hræddir um is á sundinu, því að það liggur við ísrekum frá Grænlandi. Fyrir norðan það sund tekur við skagi, mjög breiður. Á ilandnorðurströnd þessa skaga er Labra- dor, Vínland hið forna. Sakir þess að stefnan var tekin fyrir sunnan Nýfundna- land þá varð að halda aftur svo mikið til norðurs, þegar komið var í vestur á bi við eyna, til að ná aftur réttri leið. Beina línan var á korlinu milli hinna fyrrnefndu bæja, 2302 mílur enskar. Enskar milur eru 19 jafnar 5 dönskum. Daglega lifið alfra á skipinu Mani- toban, yfir Atlantshafið: Almennt farið á fætur á sjöunda tíma, þá þvoðu sér allir og kembdu. Klukkan átta og hálf var hringt til máltíðar, var fyrst borið á borð smjör á diski, áður hringt var, svo eftir hringinguna borið á borð svamp- brauð, grautur með sýrópi út á og kaffi líka með sýrópi, af þessu öllu hafði hver vissan skammt. Að morgunmáltíð liðinni gerði hver það honum gott þótti, margir lásu á bækur, sumir spiluðu eða tefldu og flestir töluðu saman eða gengu um gólf, fram og aftur og litu eftir þvi sem fyrir augu og eyru bar, sumir með at'hugun og eftirtekt, en aðrir ineð athuga og eftirtektarleysi. Margir irituðu í dag- bækur sínar það, sem þeir vildu muna. Til miðdagsmáltíða var hringt, klukkan eitt eftirmiðdag. Þá var á borð borin grjómasúpa með söxuðum gulrófum, kart- öflum og nautkjöti. Siðan gekk hver til hinna áðurtöldu sýslana, sem þá mátti heita dauft og iðjuleysislíf, Skipverjar held ég hafi haft ílestir nóg að gera. Daglega voru gólf sópuð og sáð á aftur viðarsagi, borðin sópuð og þurrk- uð eftir hverja máltíð og þvegin einu sinni á dag, sömuleiðis þilförin. Til kvöld- verðar var hringt kl. sex, var þá borð- að kexbrauð og te með sýrópi. Eftir sól- setur gekk hver til hvílu, þegar honum líkaði. Nótt er nú hjá oss dimm og löng eins og um jafndægur á Islandi, en sólar- gangur mjög hár. Á nóttunni eru Ijós í hverju herbergi því að nótt er myrk. Vertu með konu og börnum blessaður og sadl og berðu kæra kveðju til allra okkar góðu kunningja og frændfólks. Þinn elskandi vinur. Þórður Árnason. Fjórða bréf frá Þórði Árnasyni, skrif- að Páli .Tónssyni, smið á Hallkelsstöðum: Milivaukee, 24. júlí 1873. Góði vinur. Ef ég læt ykkur vita öðru hvoru, hvað mér liður, þá liefi ég enga afsökun, því að alltaf falla ferðir! Ég hefi lika gott næði, því að nú erum við setzt að, höfum tekið hús á leigu um þrjá mánuði. Þú verður að hnýta þessu bréfi aftan i bréf ið, sem ég skrifaði honum Daniel á Fróðastöðum, hafi liann fengið það, en það var skrifað á skipinu Manitoban sama dagiinn og það ætlaði að hafna sig í Quebeck, sem það og gerði, þvi urðu allir að vera búnir að ljúka við bréf sín áður en gengið var af skipi, því í Que- beck var engin viðdvöl höfð, heldur strax farið í gufuvagn eftir sólarlag sama kvöldið. Quebeck er ekki stór borg, stend- ur hjá Lawi-encefljóti, sem er önnur hin mesta á í Norður-Ameriku, næst Missi- 233 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.