Akranes - 01.10.1957, Page 50

Akranes - 01.10.1957, Page 50
OL. B. BJÖRNSSON: Þættir úr sögu Akraness 59. HVERSU AKRANES BYGGÐIST 4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna, 119. Akbraut. Kirkjubraut 6. Árið 1899 byggir Sigurður Halldórssou þarna lítið timburhús. Það er virt 15. febrúar 1900, og er í virðingargerðinni kallað Þjóðbraut, en þar segir svo: „Er nýsmíðað íveru-timburhús 9 al. langt 6 al br. 3y2 al milli gólfs og lopts. Stofa í öðrum enda þvert yfir með 2 gl. fögum. en kamers með 1 gl.fagi og eldhús með 1 gl.fagi og útgangur i öðrum endanum. í eldhúsinu er lítil eldavél við góða múr- steinspípu uppv'ir húsinu. Af loptinu, sem liggur undir bitunum, eru 2 al. til mænis, en í loptinu eru 1 tommu þykk borð. Jámþak er á húsinu en þakpappi þar und- ir og á veggjum allt í kiing; panel er í öllum þiljum að innan en tommu þykk borð utan á grindinni og eins á þakinu. Allt millirúm í grindinni er fyllt: með þurrt og fast hey. Þetta hús er nú virt á kr. 720.00. Ath. Þess skal getið, að múraður allgóður kjallari er undir hús- inu“. Sigurður Halldórsson var sonur Guð- rúnar Hákonardóttur og Halldórs Árna- sonar, sem lengi áttu hér heima. Sig- urður er f. í Nýlendu 28. september 1866. Þessi voru systkini Sigurðar: Sigur- borg Elísabet, lengi búamdi á Veiðilæk í Þverárhlið, Hákon Halldórsson á Hof- teigi, bæði dáin, og Halldóra, sem iengi var húsfreyja á Valdastöðum í Kjós, en á nú heima í Reykjavik og þeirra ein á lífi. Kona Sigurðar Halldórssonar var Jón- '■254 ína Margrét Guðmundsdóttir, f. í Lamb- húskoti í Biskupstungum 16. nóvember 1866. Þau Sigurður og Jónína munu hafa kynnzt í kaupavinnu, en hi'm flytur hing- að frá Reykjavík 1894, og það sama haust munu þau gifta sig. Fyrst búa þau í Teigabúð, þar sem foreldrar Sigurðar bjuggu áður, og þar er þetta fólk haust- ið 1898: Sigurður Halldórsson, 32 ára, Jónína Margrét, 32 ára, Guðmundur og Guðjón synir þeirra, og móðir Sigurðar. Guðrún Hákonaidóttir, 59 ára. Árið 1895 kaupir Sigurður alla Ak- brautarlcðina fyrir 70 krónur. IA hún i þrihyrnu milli núverandi Suðurgötu og Kirkjubrautar, en dróst saman i odda af vegi þeim, sem tengdi saman Kirkjubraut og Suðurgötu, sunnan við núverandi hús i Skuld. Lóðin var því upphaflega stór. og mundi nú ekki þykja dýu’. 1 norður- homi þessarar lóðar við Kirkjubraut, byggði Sigurður svo hús það, sem hér var lýst. Það byggði Ármann smiður frá Fiskilæk, sem þá átti heima á Marbakka. en hann tók fyrir smiðina 90 eða 95 krónur. Sigurður stundaði hér lengi sjó á opnum skipum, var t. d. lengi með Há- koni bróður sínum og fleirum. Hann var einn af eigendum og útgerðarmönnum vélbátsins Hegra, sem byggður var 1909, og sagt er frá i 5. tbl. 1943. Sigurður var liðlegur maður og verklaginn og því eftirsóttur sjómaður. Hann var síkátur lundléttur og ekkert vílsamur. Því var gott að vera með honum í verki. Það AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.