Akranes - 01.10.1957, Qupperneq 50

Akranes - 01.10.1957, Qupperneq 50
OL. B. BJÖRNSSON: Þættir úr sögu Akraness 59. HVERSU AKRANES BYGGÐIST 4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna, 119. Akbraut. Kirkjubraut 6. Árið 1899 byggir Sigurður Halldórssou þarna lítið timburhús. Það er virt 15. febrúar 1900, og er í virðingargerðinni kallað Þjóðbraut, en þar segir svo: „Er nýsmíðað íveru-timburhús 9 al. langt 6 al br. 3y2 al milli gólfs og lopts. Stofa í öðrum enda þvert yfir með 2 gl. fögum. en kamers með 1 gl.fagi og eldhús með 1 gl.fagi og útgangur i öðrum endanum. í eldhúsinu er lítil eldavél við góða múr- steinspípu uppv'ir húsinu. Af loptinu, sem liggur undir bitunum, eru 2 al. til mænis, en í loptinu eru 1 tommu þykk borð. Jámþak er á húsinu en þakpappi þar und- ir og á veggjum allt í kiing; panel er í öllum þiljum að innan en tommu þykk borð utan á grindinni og eins á þakinu. Allt millirúm í grindinni er fyllt: með þurrt og fast hey. Þetta hús er nú virt á kr. 720.00. Ath. Þess skal getið, að múraður allgóður kjallari er undir hús- inu“. Sigurður Halldórsson var sonur Guð- rúnar Hákonardóttur og Halldórs Árna- sonar, sem lengi áttu hér heima. Sig- urður er f. í Nýlendu 28. september 1866. Þessi voru systkini Sigurðar: Sigur- borg Elísabet, lengi búamdi á Veiðilæk í Þverárhlið, Hákon Halldórsson á Hof- teigi, bæði dáin, og Halldóra, sem iengi var húsfreyja á Valdastöðum í Kjós, en á nú heima í Reykjavik og þeirra ein á lífi. Kona Sigurðar Halldórssonar var Jón- '■254 ína Margrét Guðmundsdóttir, f. í Lamb- húskoti í Biskupstungum 16. nóvember 1866. Þau Sigurður og Jónína munu hafa kynnzt í kaupavinnu, en hi'm flytur hing- að frá Reykjavík 1894, og það sama haust munu þau gifta sig. Fyrst búa þau í Teigabúð, þar sem foreldrar Sigurðar bjuggu áður, og þar er þetta fólk haust- ið 1898: Sigurður Halldórsson, 32 ára, Jónína Margrét, 32 ára, Guðmundur og Guðjón synir þeirra, og móðir Sigurðar. Guðrún Hákonaidóttir, 59 ára. Árið 1895 kaupir Sigurður alla Ak- brautarlcðina fyrir 70 krónur. IA hún i þrihyrnu milli núverandi Suðurgötu og Kirkjubrautar, en dróst saman i odda af vegi þeim, sem tengdi saman Kirkjubraut og Suðurgötu, sunnan við núverandi hús i Skuld. Lóðin var því upphaflega stór. og mundi nú ekki þykja dýu’. 1 norður- homi þessarar lóðar við Kirkjubraut, byggði Sigurður svo hús það, sem hér var lýst. Það byggði Ármann smiður frá Fiskilæk, sem þá átti heima á Marbakka. en hann tók fyrir smiðina 90 eða 95 krónur. Sigurður stundaði hér lengi sjó á opnum skipum, var t. d. lengi með Há- koni bróður sínum og fleirum. Hann var einn af eigendum og útgerðarmönnum vélbátsins Hegra, sem byggður var 1909, og sagt er frá i 5. tbl. 1943. Sigurður var liðlegur maður og verklaginn og því eftirsóttur sjómaður. Hann var síkátur lundléttur og ekkert vílsamur. Því var gott að vera með honum í verki. Það AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.