Akranes - 01.10.1957, Page 25

Akranes - 01.10.1957, Page 25
BORGFIRZKIR SAGNAÞÆTTIR FRÁ 19. ÖLD Eftir Kristleif Þorsteinsson, frá Stóra-Kroppi. timaritinu „VerSandi“ i.—2. hefti 1950, birtist upphaf þessara þátta Kristleifs. Því miöur hefur ritið ekki komið út síðan. Þar sem hér er um merkilegar heimildir að rœða þykir mér rétt að birta hér áframhald þess- ara þátta. Hér verður frásögnin látin hefjast á gömlum bréfum frá foreldr- um Hjartar Þórðarson, hins vjðkunna rafmagnfrœðings og uppfinningamanns í Ameríku, sem var Borgfirðingur að O’tt. / bréfum þessum segja foreldrar hans frá ferðalaginu vestur um haf, og er fyrsta bréfið ritað i Rcykjavík 22. júní 1873. — Ritstj. Reykjavík, 22. júni 1873. Heiðraði, góði tryggðavinur. Ég saknaði mikið, að þú varst ekki heima, þegar ég gisti síðast á þínu vel- gjörðaheimili, á minni algjöru burtfara- og kveðjuferð frá minni kæru íósturjöi'ð. Mér hefði verið það sönn ánægja að geta kvatt þig heima í seinasta shmi með oft skyldugu þakklæti fyrir allar undan- Kristleifur Þorsteinsson farnar velgjörðir og einkum rausnarlegan og góðan greiða síðast, mér og öllu inínu fólki ástúðlega veittan af konu þinni. Skipið, sem fólkið sækir, hafnaði sig kl. 7 áðan, og mælt það ætli burt aftur annað kvöld. Fólk, sem hingað er komið að austan, flest af Eyrarbakka 19 tals- ins, gistir hjá G. Lambertsen, sömuleiðis við Húnvetningarnir. Héðan úr Reykjavík hefi ég frétt að ætluðu ellefu, auk á- hangandi og skylt. Þ. Stefensen er góður i ensku og getur túlkað. Hérna hefur okkur orðið kostnaðarsöm vera, því fyrir utan fæði og húsnæði, höfum við þurft að kaupa mikið efni til fatnaðar, líka talsvert af bókum, sem við álítuni að geta helzt haft gagn og skemmtun af. Það voru kver dönsk til að læra á ensku, með korti yfir Ba-ndafylkin á mark. Annað Vegleiðsla og ráðleggingar fyrir þá, sem flytja til Bandafylkjanna ásamt þargild- andi nýbýlislögum, með korti yfir járn- brautirnar og landið þvert yfir, frá hafi til hafs. Yfir norðurfylkin kostaði með bandi, sem ég þurfti að láta gera, 4 mark. AKRANES 229

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.